Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 10
Samkvæmt 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn, um stofnsamþykkt EFTA- dómstólsins, ber að tilkynna ríkisstjórnum EFTA-rfkjanna, ESA, Evrópu- sambandinu, þ.m.t. ríkisstjórnum allra EB-ríkja, og framkvæmdastjóm EB, um mál sem lögð eru fyrir dómstólinn. Samkvæmt ákvæðinu geta allir framan- greindir aðilar og stofnanir komið að greinargerðum eða skriflegum athuga- semdum þar sem þeir lýsa afstöðu sinni til þeirra mála sem til meðferðar eru. 2. Málsmeðferð Málsmeðferðarreglur fyrir EFTA-dómstólinn eru í aðalatriðum samdar með málsmeðferðarreglur EB-dómstólsins sem fyrirmynd. Akvæði um málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum eru í III. hluta stofnsamþykktar EFTA-dómstólsins (bók- un 5 við ESE-samninginn).8 Nánari reglur um málsmeðferð og réttarfar er að finna í H. og III. hluta í starfsreglum EFTA-dómstólsins.9 í n. hluta starfsreglnanna eru ítarlegar reglur um skriflega og munnlega málsmeðferð, en öll mál fyrir dómstóln- um sæta bæði skriflegri og munnlegri málsmeðferð, nema sérstaklega sé kveðið á um frávik frá þeirri meginreglu. Þá er í 3. kafla II. hluta fjallað sérstaklega um ráð- stafanir varðandi málsmeðferð og gagnaöflun sem dómstóllinn kveður á um, ann- að hvort eftir kröfu aðila eða að eigin frumkvæði. Er tilgangur ákvæðanna að tryggja að mál séu sem best undirbúin undir munnlegan flutning og getur dómstóll- inn á hvaða stigi skriflegrar málsmeðferðar sem er kveðið á um þær ráðstafanir sem þurfa þykir. Þá getur dómstóllinn, að eigin frumkvæði eða að beiðni aðila, kallað vitni fyrir dóminn vegna sönnunaratriða og ákveðið að leita álits sérfræðinga. Rekstur hvers máls fer annars nokkuð eftir eðli þess. I málum þar sem ráðgefandi álits er leitað eru það lagaatriði sem lúta að EES-rétti sem koma til umfjöllunar en ekki reynir að sama skapi á sönnunarfærslu sem miðar að því að leiða staðreyndir máls í ljós.10 Mál sem höfðuð eru samkvæmt 36. gr. ESE- samningsins til ógildingar á ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA snúast um 8 Sjá íslenska þýðingu stofnsamþykktarinnar, EES-viðbætir við stjómartíðindi EB nr. 55, 31. desember 1994 [94/EES/55/01 ], bókun 5, bls. 65. 9 Starfsreglur EFTA-dómstólsins voru samþykktar af dómstólnum 4. janúar og 1. febrúar 1994 og síðan staðfestar af EFTA-ríkjunum. Reglurnar eru birtar í íslenskri þýðingu í EES-viðbæti við Stjómartíðindi EB nr. 40, 27. október 1994 [94/EES/40/01]. Þeim var breytt vegna inn- göngu AustumTcis, Finnlands og Svíþjóðar í Evrópusambandið, en þeim breytingum var aðeins ætlað að gilda tímabundið og skipta ekki máli lengur, sbr. 1. mgr. 2. gr. breytinga á starfsreglum EFTA-dómstólsins frá 9. janúar 1995. Þessar breytingar eru birtar í EES-viðbæti við stjórnar- tíðindi EB nr. 6, 2. mars 1995 [95/EES/6/02]. Þann 22. ágúst 1996 samþykkti dómstólinn breytingar á starfsreglum sínum. Þær breytingar hafa ekki verið birtar þegar þetta er ritað. 10 í 7. kafla III. hluta starfsreglna EFTA-dómstólsins eru sérákvæði um rekstur þessara mála og eru þær til fyllingar öðrum málsmeðferðarreglum. Það er hlutverk EFTA-dómstólsins að túlka ákvæði EES-samningsins, annarra samninga, sem eru honum til fyllingar, sem og af- leidds réttar innan EES-svæðisins, en ekki að skera úr réttarágreiningi sem er fyrir dómstólum aðildarríkjanna. Sjá greinargerð um málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum í málum þar sem ráðgefandi álits. er leitað fyrmefnda grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins”, sjá hér að framan nmgr. 7, einkum bls. 149 o.áfr. 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.