Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 27
hafa á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar mótmælt þeirri skýringu á öryggisákvæðum EES-samningsins, að þau geti tekið til viðskipta með fisk og aðrar sjávarafurðir, þar sem bókun 9 við samninginn skipi þessum viðskiptum utan efnissviðs EES-samningsins. 3. Dómur 16. júní 1995 (Sameinuð mál E-8/94 og E-9/94) Mattel og Lego 3.1 Inngangur Þann 16. júní 1995 kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm um álitaefni sem laut að sjónvarpsútsendingum á auglýsingum fyrir böm. Oskað var eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í málum sem voru til komin vegna auglýsinga félaganna Mattel Scandinavia A/S og Lego Norge A/S á vöram sínum, en bæði félögin framleiða og selja leikföng fyrir böm. Auglýsingunum var sjónvarpað frá stöðinni TV 3 Norway, sem sjónvarpaði efni um gervihnött frá Bretlandseyjum til Noregs. Umboðsmaður neytenda í Noregi taldi að auglýsingum þessum væri sérstaklega beint til barna og ætlað að ná athygli þeirra sem neytenda. Brytu þær því gegn ákvæðum norskrar viðskiptalöggjafar (Markedsfpringsloven) frá 1972, sem og ákvæðum norskra útvarpslaga (Kringkastningsloven) frá árinu 1992, þess efnis að ekki skuli sýna auglýsingar í tengslum við barnaefni og að ekki megi beina auglýsingum að bömum sérstaklega. Eftir að hafa árangurslaust beint þeim tilmælum til Lego og Mattel að stöðva útsendingar tiltekinna aug- lýsinga leitaði umboðsmaður neytenda til norska markaðsráðsins. 3.2 Spurningar markaðsráðsins Markaðsráðið ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins áður en það réði málum þessum til lykta, enda reyndi hér á reglur um frjálsa þjónustustarfsemi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Umboðsmaður neytenda í Noregi byggði á því, að um væri að ræða auglýsingar sem eingöngu væm sendar til Noregs. Sam- eiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu gætu því ekki staðið í vegi fyrir því að norsk löggjöf um takmarkanir á þessum útsendingum ætti við. Lego og Mattel héldu því á hinn bóginn fram að EES-samningurinn og sjónvarpstilskipun EB frá 1989 (Tilskipun ráðherraráðsins 89/552/EBE) stæðu því í vegi að umboðsmaður neytenda drægi auglýsandann til ábyrgðar á grundvelli norsku viðskiptalöggjafar- innar, þar sem auglýsingamar væm sendar út á vegum TV 3 frá Bretlandi. Markaðsráðið beindi þremur spurningum til EFTA-dómstólsins og voru þær efnislega þessar:36 1. Ber að túlka tilskipun ráðsins 89/552/EBE, um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjómsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um sjónvarpsrekstur, með þeim hætti, að það að samningsríki beiti ákvæðum landslaga sem banna auglýsingar fyrir börn sé ósamrýmanlegt ákvæðum tilskipunarinnar, þegar sent er út sérstaklega til Noregs frá öðru samningsríki innan Evrópska efnahagssvæðisins? 36 Orðrétt þýðing á spumingunum er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 59, 31. desember 1994 [94/EES/59/16]. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.