Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 28
2. Ber að túlka ákvæði 36. gr. EES-samningsins, um frelsi til að veita þjónustu, með þeim hætti, að það að samningsríki beiti ákvæðum landslaga sem banna auglýsingar fyrir börn sé ósamrýmanlegt ákvæðinu, þegar sent er út sérstaklega til Noregs frá öðru samningsríki innan Evrópska efnahagssvæðisins? 3. Er beiting 1. gr. viðskiptalöggjafarinnar, samanber einnig grein 3-1 í útvarps- lögunum, samrýmanleg 11. og 13. gr. EES-samningsins, um magntakmarkanir á innflutningi? 3.3 Dómur EFTA-dómstólsins a. Mál tækt til efnismeðferðar EFTA-dómstóllinn tók það fyrst til athugunar hvort norska markaðsráðið gæti talist dómstóll eða réttur í skilningi 34. gr. ESE-samningsins og gæti því óskað eftir ráðgefandi áliti. í dóminum kemur fram að samkvæmt norskri löggjöf svipi markaðsráðinu meira til stjórnsýsluhafa en dómstóls. EFTA-dómstóllinn vísar til fyrra ráðgefandi álits síns í Restamark málinu um það að hugtökin „dómstóll” og „réttur” lúti sjálfstæðri skýringu og sé dómstóllinn ekki bundinn af skýringu landsréttar í þessu efni. Með vísan til skipunar markaðsráðsins, hlutverks þess, valdmarka og málsmeðferðar, sem og þess að úrlausnir ráðsins eru bindandi fyrir aðila er markaðsráðið talið geta borið upp beiðni um ráð- gefandi álit. Það er og tekið fram að enginn af aðilum málsins hafi hreyft við því andmælum að markaðsráðið legði þessar spurningar fyrir dómstólinn. b. Skriflegar athugasemdir sem dómstólnum bárust Auk röksemda málsaðila bárust dómstólnum, í samræmi við 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn, skriflegar athugasemdir frá ríkisstjórnum Noregs, Svíþjóðar og Grikklands, auk athugasemda ESA og framkvæmdastjómar EB. Ríkisstjórnir Noregs, Svíþjóðar og Grikklands, sem og ESA, héldu því fram, að tilskipun ráðsins ætti ekki að túlka svo að hún kæmi í veg fyrir að löggjöf samn- ingsríkis takmarkaði auglýsingar með þeim hætti sem norska löggjöfin gerði. Framkvæmdastjórn EB benti á hinn bóginn á þá meginreglu sem fram kæmi í 2. gr. 2. mgr. tilskipunarinnar, að samningsaðilar skuldbyndu sig til að tryggja frelsi til viðtöku sjónvarpssendinga frá öðrum samningsaðilum og að takmarka ekki slíkar útsendingar á yfirráðasvæði sínu með vísan til sjónarmiða sem ekki samrýmdust ákvæðum tilskipunarinnar. c. Túlkun sjónvarpstilskipunarinnar 89/552/EBE Við úrlausn EFTA-dómstólsins á máli þessu reyndi fyrst og fremst á túlkun ákvæða sjónvarpstilskipunar EB 89/552/EBE, sem tekin var upp í EES- samninginn, sjá 36. gr. samningsins, um frjálsa þjónustustarfsemi, og vísun í IX.-XI. viðauka við samninginn. I X. viðauka, um hljóð- og myndmiðlun, er vísað til tilskipunarinnar. í EES-samhengi verður tilskipuninni beitt með tilliti til bókunar I við samninginn, um altæka aðlögun, en auk þess er mælt fyrir um tiltekna aðlögun ákvæðanna í viðaukanum sjálfum, m.a. að því er lýtur að 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.