Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 33
sem svipar til mála Mattel og Lego fyrir EFTA-dómstólnum. Þar er spurt að því hvort 30. gr. og 59. gr. Rs. og ákvæði sjónvarpstilskipunarinnar 89/552 EBE komi í veg fyrir að samningsríki bregðist við auglýsingum sem auglýsandi lætur sjónvarpa frá öðru samningsríki, sem og því hvort þessar sömu réttarheimildir EB-réttarins komi í veg fyrir að sænsk löggjöf banni auglýsingar fyrir böm.41 Hefur norska ríkisstjómin m.a. nýtt sér sambærilega heimild við heimild 20. gr. ESE-samningsins til að koma að athugasemdum við þetta mál fyrir EB-dómstólnum. Frá sjónarhóli EFTA-dómstólsins verður m.a. fróðlegt að sjá hvort og að hvaða marki EB-dómstóllinn mun líta til Mattel og Lego málsins við úrlausn málsins. Þann 17. september 1996 varbirt álit lögsögumanns í þessum málum. í álitinu nefnir lögsögumaðurinn, Jacobs, dóm EFTA-dómstólsins í sameinuðum mál- um E-8 og 9/94, og nefnir að EFTA-dómstóllinn hafi þar komist að sömu niðurstöðu um skýringu sjónvarpstilskipunarinnar og hann leggur til í áliti sínu. Niðurstaða Jacobs um tilskipun 84/450/EBE, um villandi auglýsingar, er á hinn bóginn sú að sjónvarpstilskipunin standi því í vegi að aðildarríki takmarki útsendingar til yfirráðasvæðis síns með vísan til löggjafar sem sett sé vegna til- skipunar 84/450/EBE. Lögsögumaðurinn tekur fram, að þar sem fjallað sé um þetta álitaefni í dómi EFTA-dómstólsins sé greinilega um hugleiðingar að ræða sem ekki séu bindandi (obiter dictum) og ljóst sé af málflutningsskýrslunni að aðilar málsins hafi ekki haldið fram ákveðnum sjónarmiðum eða rökum eða flutt málið að því er þetta varðar. 4. Dómur 20. júní 1995 (mál E-l/95) Samuelson 4.1 Inngangur Þann 20. júní 1995 sendi EFTA-dómstóllinn frá sér ráðgefandi álit sem laut að álitaefnum um túlkun á ákvæðum tilskipunar EB um vernd launþega við gjaldþrot vinnuveitanda (80/987/EBE). Samkvæmt þeim skuldbindingum sem felast í EES-samningnum ber aðildarríkjum hans að taka tillit til þessarar tilskipunar í löggjöf sinni.42 41 Mál C-34/95, Konsumentombudsmannen v De Agostini (Svenska) AB, og mál C-35/95 og C-36/95, Konsumentombudsmannen v TV-Shop i Sverige AB. Sjá tilkynningu um þessi mál í Official Joumal of the European Communities No C 101 (22. apríl 1995), bls. 2: References for preliminary ruling from the Marknadsdomstolen by three decisions of that court of 7 February 1995 in the case of Konsumentombudsmannen v De Agostini (Svenska) Förlag AB and in the cases of Konsumentombudsmannen v TV-Shop i Sverige AB. Sænski markaðs- dómstóllinn hafði áður sent beiðni um ráðgefandi álit í þessum málum til EFTA-dómstólsins, en afturkallaði þá beiðni eftir inngöngu Svíþjóðar í ESB. Málin, sem voru nr. E-4/94 og E- 5/94 hjá EFTA-dómstólnum, vom tekin af málaskrá dómstólsins 27. febrúar 1995. 42 Til tilskipunarinnar er vísað í XVIII. Viðauka (24. tl.) við EES-samninginn, sbr. 68. gr. þess samnings. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.