Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 39
EFTA-dómstóllinn rakti fyrst tilgang tilskipunarinnar sem samkvæmt aðfara- orðum hennar er að stuðla að vernd launþega við aðilaskipti að atvinnurekstri. Tilgangur tilskipunarinnar er einkum að tryggja það að aðilaskiptin hafi ekki áhrif á kjör launþega og að þeir eigi rétt á að halda atvinnu sinni og njóta sömu réttinda hjá nýjum vinnuveitanda og þeir nutu hjá fyrri vinnuveitanda. EFTA- dómstóllinn tók fram að með hliðsjón af þessum tilgangi tilskipunarinnar hefði EB-dómstóllinn túlkað hugtakið „aðilaskipti” í L gr. tilskipunarinnar rýmra en augljóst væri. EFTA-dómstóllinn nefndi eftirfarandi dæmi úr dómaframkvæmd EB-dómstólsins um tilvik sem hefðu verið talin eiga undir tilskipunina eða a.m.k. ekki falla utan ákvæða hennar:51 tilvik þar sem eigandi fyrirtækis leigði rekstur þess en tók síðan við rekstrinum eftir að hafa rift leigusamningi (Ny M0lle Kro); tilvik þar sem óframseljanlegum leigusamningi um rekstur veit- ingahúss var rift og eigandi leigði það þriðja aðila sem hélt áfram rekstri þess (Daddy’s Dance Hall); tilvik þar sem eigandi fyrirtækis rifti leigusamningi og seldi eftir það fyrirtækið til þriðja manns (Bork Intematiomal); tilvik þar sem stjórnvöld ákváðu að hætta styrkveitingum til ákveðinnar stofnunar sem eftir það hætti starfsemi sinni, en styrkurinn var veittur þriðja aðila sem vann að sömu málum og fyrmefnda stofnunin (Redmond Stichting) og loks tilvik þar sem umboðsaðili bifreiðaumboðs á tilteknu svæði hætti starfsemi og umboðið var veitt öðru fyrirtæki sem yfirtók hluta starfsmanna og viðskiptavild fyrra fyrirtækisins. (Merckx and Neuhuys v Ford Motors Company Belgium). Þá rakti EFTA-dómstóllinn úrlausnir EB-dómstólsins, sem lúta að kaupum á þjónustu. I Schmidt voru aðstæður þær að banki sem hafði haft starfsmann í þjónustu sinni við þrif ákvað að kaupa þessa þjónustu frá þriðja aðila. Þessi yfirfærsla var talin falla undir ákvæði tilskipunarinnar og leiddi það til skyldu hins nýja þjónustuaðila til að veita Schmidt sömu starfskjör og hún hafði áður haft í þjónustu bankans. I Watson Rask and Christensen var niðurstaða svipuð varðandi matsölu. Samkvæmt þessari dómaframkvæmd EB-dómstólsins taldi EFTA-dómstóll- inn að slá mætti föstu, annars vegar, að aðilaskipti að atvinnurekstri gætu farið fram í tveimur áföngum og að ekki þyrfti að vera beint samningssamband milli fyrri vinnuveitanda og hins nýja til þess að ákvæði tilskipunarinnar ættu við. Þá taldi EFTA-dómstóllinn það ljóst að tilvik þar sem þjónusta er keypt frá þriðja aðila gæti einnig fallið undir ákvæði tilskipunarinnar. Með hliðsjón af rúmri túlkun tilskipunarinnar í dómum EB-dómstólsins var það niðurstaða EFTA- dómstólsins að tilvik þar sem einn þjónustuaðili tekur við af öðrum félli ekki sem slíkt utan tilskipunarinnar ef önnur atriði bentu til þess að um aðilaskipti hefði verið að ræða. Þá rakti dómstóllinn megináherslur í úrlausnum EB-dómstólsins um það, hvenær líta megi svo á að aðilaskipti hafi orðið að atvinnurekstri eða hluta 51 Sjá neðanmálsgrein 50 um það hvar þessa dóma er að finna í dómasafni EB-dómstólsins (ECR). 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.