Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 40
atvinnurekstrar. Megináhersla er þar lögð á að ákveðin eining sé yfirfærð og að þessi eining haldi sérkennum sínum eftir aðilaskiptin sem og að þar fari fram hliðstæð starfsemi og fyrir aðilaskipti. í þessu efni vísaði EFTA-dómstóllinn til dóms EB-dómstólsins í málinu Spijkers v Benedik.5- Við mat á þessu verður að taka tillit til allra atriða sem lúta að aðilaskiptunum, þar með talið hvers eðlis fyrirtækið eða atvinnureksturinn er, hvort eignir eru yfirfærðar, annað hvort fasteignir, lausafé eða önnur eignarréttindi, svo sem einkaleyfi eða tækni- þekking, sem og hvers virði eignirnar eru. Þá verður að líta til þess hvort meirihluti starfsmanna flyst til hins nýja atvinnurekanda, hvort viðskiptavinir hins fyrra fyrirtækis færast til hins nýja, sem og hvort hliðstæð starfsemi fer fram hjá hinum nýja atvinnurekanda og hvort rekstrinum er haldið áfram án röskunar þrátt fyrir aðilaskiptin eða hversu lengi starfsemi liggur niðri ef um það er að ræða. Öll þessi atriði verður að taka inn í heildarmat á aðstæðum og hefur ekkert eitt atriði afgerandi þýðingu við þetta mat. EFTA-dómstóllinn benti á að það kemur í hlut dómstóla aðildarríkjanna að leggja nrat á aðstæður í hverju máli og meta hvort skilyrðum þeirn sem rakin eru hér að framan er fullnægt. í álitinu eru þó rakin nokkur atriði sem verða mættu norska dómstólnum til aðstoðar við úrlausn málsins. ítrekað var, að gefnu tilefni í spurningum 2 og 5, að það að eignir, starfsmenn og birgðir væri tekið yfir væri vísbending um að aðilaskipti hefðu orðið í skilningi tilskip- unarinnar. Hins vegar gæti niðurstaðan einnig orðið sú að um aðilaskipti hefði verið að ræða þótt eitthvað af þessu þrennu hefði ekki verið yfirtekið. Yfirtaka eigna er, að mati EFTA-dómstólsins, mikilvæg vísbending um aðila- skipti, einkum ef vélar og tæki sem notuð era við atvinnureksturinn era tekin yfir. I tilviki eins og því sem hér var fjallað um fór þjónustan fram á olíuborpalli sem var eign þess sem keypti þjónustuna. Hið nýja þjónustufyrirtæki notaði því sömu vélar og tæki og fyrri þjónustuaðili hafði notað og var það talið benda til þess að um framhald sömu starfsemi hefði verið að ræða. Eitthvað af birgðum var yfir- tekið, senr virtist þó í þessu máli hafa litla þýðingu, og á móti þessu varð að líta til þess að lök, dúkar og annað slíkt sem bar merki fyrirtækisins var ekki tekið yftr. Að því er laut að yfirtöku starfsmanna benti EFTA-dómstóllinn á að það bendi til þess að sú eining sem aðilaskipti verða að hafi haldið sérkennum sínum að meirihluti starfsmanna heldur áfram störfum fyrir hið nýja fyrirtæki og starfsmenn eru sérmenntaðir eða sérþjálfaðir til ákveðinna starfa. Því minni sérþekkingu sem til þarf þeim mun minna vægi hefur yfírtaka starfsfólks í heildarmati á aðstæðun- um. Þá nefndi dómstóllinn að það gæti skipt máli hvort yfirtaka starfsmanna væri til komin vegna þess að sama starfsemi væri áfram rekin af nýjum aðila, eða hvort einungis væri um það að ræða, að nýr þjónustuaðili þyrfti að bæta við sig fólki vegna aukinnar starfsemi í kjölfar nýs samnings og réði fólk til starfa með hefðbundum hætti. Taldi dómstóllinn að samkomulag um yfirtöku starfsmanna benti til þess að sömu starfsemi væri haldið áfram. Ef nýr þjónustuaðili auglýsti 52 Sjá neðanmálsgrein 50. 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.