Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 43
örorkulífeyris eða eftirlifendabóta hjá lífeyrissjóðum utan lögskipaðra almannatryggingakerfa, eftir aðilaskipti að atvinnurekstri. Því yrði ekki lögð á nýjan vinnuveitanda skylda til að greiða iðgjöld til frjálsra lífeyristrygginga, sem stofnað hefði verið til af fyrra vinnuveitanda. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins er þannig: 1. Skýra ber 1. mgr. 1. gr. gerðar þeirrar sem vísað er til í 23. lið í XVIII. viðauka við EES-samninginn (tilskipun ráðsins 77/187/EBE frá 14. febrúar 1977, um samræm- ingu á lögum aðildarrrkjanna um vemd launþega við eigendaskipti að fyrirtækum, at- vinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar) með þeim hætti, að það sé ekki útilokað að til- skipunin eigi við um tilvik þar sem þjónustusamningur hefur verið gerður við fyrir- tæki, honum hefur síðan verið sagt upp og nýr samningur gerður við annað þjónustu- fyrirtæki. Til þess að aðilaskipti teljist hafa orðið að fyrirtæki, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar, í skilningi tilskipunarinnar, verður sjálfstæð efnahagsleg heild með eigin sérkenni að vera yfirfærð og halda sérkennum sínum eftir aðilaskiptin. Við mat á því hvort þessum skilyrðum er fullnægt í máli eins og því sem er til meðferðar fyrir norska dómstólnum verður að líta til allra atriða sem einkenna yfirfærsluna, þar á meðal hvers eðlis fyrirtækið eða atvinnureksturinn er, hvort eiginir era yfirfærðar eða eignarréttindi, sem og hvers virði eignimar era. Þá verður að líta til þess hvort meiri- hluti starfsmanna flyst til hins nýja atvinnurekanda, eða starfsmenn sem búa yfir sér- stakri þekkingu eða reynslu, hvort viðskiptavinir hins fyrra fyrirtækis færast til hins nýja, sem og í hvaða mæli hliðstæð starfsemi fer fram hjá hinum nýja atvinnurekanda. Þá verður að líta til þess hvort rekstrinum er haldið áfram án röskunar þrátt fyrir aðilaskiptin, eða hversu lengi starfsemi liggur niðri ef um það er að ræða. 2. Við heildarmat á aðstæðum verður að taka tillit til þess hvort nýr þjónustuaðili tekur yfir starfsfólk og birgðir. 3. Þó að viðskipti eigi undir tilskipanir ráðsins um opinber innkaup útilokar það ekki að tilskipun 77/187/EBE verði beitt í máli eins og því sem hér er fjallað um. 4. Skylda vinnuveitanda til að greiða iðgjöld vegna starfsmanna sinna til lífeyris- trygginga, utan félagslega tryggingakerfisins bindur ekki nýjan vinnuveitanda sam- kvæmt 3. mgr. 3. gr. tilskipunar 77/187/EBE eftir aðilaskipti að atvinnurekstri. 5.4 Athugasemdir í þessu máli, sem var hið fyrsta sem leyst var úr af þremur dómurum EFTA- dómstólsins, reyndi á vandasöm úrlausnarefni sem ekki voru skýr fordæmi fyrir úr dómaframkvæmd EB-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn studdist þó mjög við þau meginsjónarmið sem greina má í dómaframkvæmdinni og beitti mark- miðsskýringu á ákvæðum 1. gr. tilskipunarinnar. Má jafnvel segja að með því að leiða saman tvo meginstrauma úr dómaframkvæmd EB-dómstólsins, til þeirrar niðurstöðu að skipti á þjónustuaðila falli ekki utan ákvæða tilskipunar- innar að öðrum skilyrðum uppfylltum hafi EFTA-dómstóllinn tekið þátt í 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.