Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 45
Um túlkun 3. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar verður að mestu að vísa til röksemda dómsins sem raktar eru hér að framan. í þessum þætti féllst dómurinn ekki á mark- miðsskýringu í þeim anda sem Eidesund, Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmda- stjóm EB að nokkra héldu fram. Undantekningarákvæðið er skýrt fremur rúmri skýringu og virðist dómstóllinn fallast á þá röksemd ríkisstjómar Bretlands að ekki verði skilið á milli iðgjaldagreiðslna og uppsöfnunar réttinda samkvæmt lífeyris- tryggingum þeim sem hér um ræðir. Því verði að telja hvort tveggja undanþegið því að flytjast til nýs vinnuveitanda. Hér sýnist dómurinn taka mið af að löggjöf aðild- arríkja Evrópska efnahagssvæðisins er mismunandi á þessu sviði. Hann túlkar und- irbúningsgögn vegna setningar tilskipunarinnar með þeim hætti að ekki hafi verið vilji til að láta lágmarkskröfur tilskipunarinnar ná til þessa sviðs. Þá sýnir EFTA- dómstóllinn skilning á þeim raunhæfu vandamálum sem komið gætu upp í fram- kvæmd ef skylda vinnuveitanda til að viðhalda þeim lífeyristryggingum sem fyrri vinnuveitandi bauð upp á færðist sjálfkrafa til nýs vinnuveitanda við aðilaskipti. Eins og fram kom í málflutningi stefnanda málsins var skilningur á ákvæðum tilskipunarinnar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sá, við lögtöku tilskipunarinn- ar, að skylda til greiðslu iðgjalda skyldi flytjast til nýs vinnuveitanda. Var þetta tekið fram í lögskýringargögnum í öllum þessum aðildarríkjum. Það þarf vart að taka það fram að aðildarríkjum er frjálst í löggjöf að tryggja lauþegum víðtækari vemd en felst í lágmarksákvæðum tilskipunarinnar. Verður að hafa þetta í huga við mat á niðurstöðu málsins. 6, Ráðgefandi álit frá 25. september 1996 (Mál nr. E-3/95) Langeland 6.1 Atvik málsins Mál E-3/95, sem sent var frá Stavanger byrett í Noregi, laut einnig að túlkun 3. gr. tilskipunar 77/187/EBE, nánar tiltekið 3. mgr. 3. gr. í þessu máli var ekki ágreiningur um það hvort tilskipunin ætti við. Óumdeilt var að fyrirtækið Norske Fabricom AS (NF), stefndi í málinu, hafði yfirtekið fyrirtækið GMC Offshore Partner AS (GMC), fyrrum vinnuveitanda Langeland. Hjá GMC hafði Langeland notið trygginga sem voru umfram tryggingar þær sem atvinnu- rekanda var skylt að taka samkvæmt norskri löggjöf. Hóptrygging tryggði starfsmenn gegn slysum og sjúkdómum (í samræmi við norska löggjöf) en að auki var tekin hóplíftrygging með örorkubótum, slysatrygging og ferða- trygging. Greiðslur samkvæmt þessari tryggingu voru eingreiðslur. Þá hafði GMC keypt lífeyristryggingu fyrir starfsmenn, sem greiða skyldi ellilífeyri, makalífeyri, barnalífeyri og örorkulífeyri. Þá var innifalið í tryggingunni að ið- gjöld til tryggingafélagsins skyldu falla niður ef starfsmaður yrði óvinnufær. GMC greiddi iðgjöld starfsmanna vegna beggja trygginga. NF bauð starfsmönnum ekki upp á sambærilegar tryggingar en hafði lög- ákveðna lágmarkstryggingu fyrir starfsmenn. Langeland hélt áfram einstaklings- bundinni aðild að lífeyristryggingunni, en slysatrygging var aðeins boðin sem hóp- trygging og gat Langeland því ekki haldið þeirri tryggingu. Krafa hans íyrir norsk- um dómstólum var því að NF endurgreiddi honum iðgjöld til lífeyristryggingar, 181
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.