Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 48
í að draga heildarályktanir af þeim um þá lagastefnu sem fylgt hefur verið og fylgt verður í framtíðinni. I dómum þessum koma þó fram ýmis atriði sem verð eru athygli og varpa Ijósi á aðferðir við lögskýringar sem og eðli EES-samn- ingsins og tengsl hans við landsrétt aðildarríkja annars vegar og skyldleika við EB-rétt hins vegar. Árétta má sérstaklega eftirtalin atriði: Restamark dómurinn veitir mikilvæga innsýn í ýmis grundvallaratriði varð- andi réttarlegt eðli EES-samningsins og afstöðu EFTA-dómstólsins til þeirra. Hann er því afar mikilvægur fyrir ríkin þrjú sem enn eiga aðild að EFTA-hlið EES-samningsins. Er í þessu samhengi einkum bent á athugasemdir sem settar eru fram um skýringu ákvæða EES-samningins. Þessar athugasemdir gefa ótví- ræða vísbendingu um að svonefnd markmiðsskýring er mjög ráðandi aðferð við skýringu. Þessi aðferð endurspeglast einnig í öðrum dómum sem reifaðir hafa verið. I þessu efni fylgir EFTA-dómstóllinn fordæmi EB-dómstólsins. Niðurstaða dómstólsins í Restamark og Mattel og Lego um dómstólshugtakið í 34. gr. ESE-samningsins gefur mikilvæga vísbendingu um túlkun þess í fram- tíðinni. Lögð er áhersla á sjálfstæða skýringu hugtaksins, en því hafnað að skýr- ing þess að landsrétti geti verið ákvarðandi um skýringu þess að EES-rétti. Þá er lögð áhersla á að skýra hugtakið svo að sem best verði náð því markmiði 34. gr. ESE-samningsins að stuðla að góðri samvinnu innlendra úrlausnaraðila og EFTA-dómstólsins í því skyni að stuðla að einsleitri túlkun EES-réttar í öllum aðildarríkjunum. Ennfremur er ljóst að dómstóllinn skýrir hugtakið mjög rúmt, sbr. einkum Restamark, til þess að framangreindu markmiði verði náð. Allir dómarnir bera með sér að við túlkun einstakra ákvæða EES-samningsins og tilskipana sem af honum leiða fylgir dómstóllinn nákvæmlega dómafordæm- um EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á hliðstæðar reglur EB-réttar. Þetta er í samræmi við fyrirmæli 6. gr. EES-samningsins, þar sem mælt er svo fyrir að við framkvæmd og beitingu ákvæða samningsins skuli taka mið af dómum EB-dóm- stólsins sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samn- ingsins 2. maí 1992. I þeim dómum EFTA-dómstólsins sem raktir hafa verið, einkum dómum í Laxamáli, Mattel and Lego og Samuelson endurspeglast hins vegar ekki með skýrum hætti sá greinarmunur sem gerður er í 6. gr. EES-samn- ingsins á dómum EB-dómstólsins kveðnum upp fyrir 2. maí 1992 og eftir það tímamark. Bendir þetta til þess að EFTA-dómstóllinn fylgi fast eftir fyrirmælum 2. mgr. 3. gr. ESE samningsins og taki í úrlausnum sínum sambærilegt tillit til þeirra dóma EB-dómstólsins sem kveðnir hafa verið upp eftir undirritunardag EES-samningsins og þeirra dóma sem kveðnir voru upp fyrir það tímamark. Sama ályktun verður dregin af ráðgefandi álitum dómstólsins í málum Eidesund og Langeland, frá 25. september 1996. Þótt EFTA-dómstóllinn geri greinarmun á dómum EB-dómstólsins fyrir 2. maí 1992 og eftir þann tíma í upptalningu á dómum sem höfð var hliðsjón af við úrlausn málsins verður þó ekki séð að það skipti máli um fordæmisgildi dómanna eða nauðsyn þess að hafa hliðsjón af þeim meginreglum sem þar koma fram hvort dómamir eru kveðnir upp fyrir þetta tímamark eða eftir. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.