Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 55
ekki vikið úr starfi vegna meintra misfellna í starfi nema efnisskilyrði 7. gr. lag- anna væru uppfyllt. I því sambandi væri rétt að minna á ákvæði lokamálsliðar 2. mgr. 7. gr., sem öðrum þræði væri byggt á sömu viðhorfum og 12. gr. stjórn- sýslulaga. Þar kæmi fram, að fyrst skyldi almennt veita starfsmanni áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð sitt, áður en honum væri veitt lausn frá störf- um um stundarsakir til rannsóknar á því, hvort málsatvik væru með þeim hætti, að rétt væri að veita honum lausn að fullu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. í 3. mgr. 11. gr. laganna væri fjallað um réttarstöðu þess ríkisstarfsmanns, sem sætt hefði óréttmætum stöðumissi, en þá færi um bætur til aðila eftir úrskurði dómstóla, nema aðilar hefðu komið sér saman um annað. Umboðsmaður taldi, að það réttaröryggi og þá réttarvemd, sem löggjafinn hefði sérstaklega búið rrkisstarfsmönnum með ófrávíkjanlegum ákvæðum 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gæti stjómvald ekki afnumið með ákvörðunum sínum, enda yrði lögum ekki breytt á annan hátt en með lögum. Þegar ástæða þess, að stjómvald óskaði að veita starfsmanni lausn frá störfum, væm meintar misfellur í staifi, gæti stjómvald því ekki ákveðið að segja starfsmanninum upp með uppsagnarfresti, svo losna mætti við starfsmann á brota- lítinn hátt og komast hjá lögboðinni en jafnframt fyrirhafnarmeiri málsmeðferð, þar sem aðila væri búið aukið réttaröryggi. Af þessum sökum væri ljóst, þegar ástæða þess, að stjómvald óskaði að veita starfsmanni lausn frá störfum, væri óhlýðni starfsmanns við löglegt boð eða bann yfirmanns, eða ástæðan væri sú, að starfsmaður hefði sýnt af sér framkomu, sem vœri ósœmileg, óhæfileg eða ósam- rýmanleg starfi hans, að óheimilt væri að segja honum upp starfi afþeirri ástœðu, heldur bæri að fara með málið skv. 7.-11. gr. laga nr. 38/1954. Samkvæmt þeirri meginreglu, sem hér er til skoðunar, hafði stjómvald því ekki val um leiðir til úrlausnar málsins. Þar sem upplýst var í málinu, að þau sjónarmið og ástæður, sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun að veita umræddum starfs- manni lausn úr starfi, vora meintar misfellur í starfi hans, sem féllu samkvæmt skýru orðalagi sínu beint undir ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og með málið var ekki farið skv. ákvæðum 7.-11. gr. laganna, taldi umboðsmaður að brotinn hefði verið réttur á hlutaðeigandi ríkis- starfsmanni. Taldi umboðsmaður, eins og málið var vaxið, að ákvörðun um upp- sögn starfsmannsins hefði verið haldin veralegum annmarka, enda teldist það almennt veralegur annmarki, þegar lausn starfsmanns byggðist á meintum ávirð- ingum ríkisstarfsmanns og ekki væri farið með málið samkvæmt ófrávíkjanlegum ákvæðum 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Gott dærni um tilvik, sem valdið getur vafa um, hvort stjórnvald hafi val um í hvaða farveg mál verði lagt, er þegar uppsagnarástæða er tilgreind sem „samstarfserfiðleikar". Slík tilgreining á uppsagnarástæðu er almennt óheppi- leg,13 þar sem hún er svo ónákvæm og veitir ekki svör við því, hvort byggt er á því að starfsmaður hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar. í áliti umboðs- 13 Gammeltoft-Hansen, H., Foryaltningsret, bls. 169. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.