Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 66
3. FUNDUR MEÐ AÐILUM A fundi með aðilum er mikilvægt að aðgreina menn og málefni. Erfitt er að gera grein fyrir mannlega þættinum í sáttastörfum og þess er ekki kostur í þessari stuttu hugleiðingu að fjalla um einstakar manngerðir í því sambandi, sem þó væri ekki vanþörf á. Stór hluti dómsmála á fremur rætur að rekja til manngerða en deiluefna. Þó vil ég leggja áherslu á, að öðru fremur er stolt og hefnd ríkur þáttur í framgangi dómsmála. Það bætir venjulega andrúmsloftið, ef dómarinn getur leitt aðilum fyrir sjónir, að stolt þeirra í málinu sé hugarburður, sem þeir ættu að hefja sig yfir. Betra væri þeim að gæta raunverulegra eigin hagsmuna og reyna að fá hagfelldustu lausn í deilunni, fremur en að koma gagnaðilanum á kné. Hér eins og oftar er það viðhorfið, sem máli skiptir, en ekki efni máls. Þá ryður það oft braut fyrir sættir, að aðilum leyfist að tjá sig við upplýsingu máls og létta þannig af sér hluta af bældri reiði. Það eru ekki aðeins börnin sem láta huggast, eftir að hafa fengið tækifæri til að gefa skýrslu um gang mála og sín viðhorf og notið skilnings á þeim frá öðrum. Slík skriftasálfræði er ómiss- andi við alla sáttagerð. Kemur þá oft til það fyrirbrigði, er Jónas Svafár hafði í huga, er hann orti: afleiðingarnar leita orsakanna meðal tækifæranna Auðvitað verður aldrei komist hjá því, að karpað sé um kröfur, en það gerir ógagn að eyða miklum tíma í slíkt. Sáttaumleitunum er jafnan stofnað í hættu, ef hörku er hleypt í samningaviðræður. Forsenda góðra sáttaumleitana er alloft að laða fram mildi og ljúfmennsku, að menn gefi sér góðan tíma, komist hjá þrýstingi og að finna til trausts hjá viðmælanda. Ef menn finna til vinsamlegs andrúmslofts og að markmið dómarans er að ná samkomulagi, blæs yfirleitt byrlega. Alltaf er hætt við, að tengsl málsaðila og deiluefnið verði eitt, þ.e. að erfitt verði að greina tilfinningalega þarna í milli. Tilfinningar fólks fléttast svo inn í þrætuefnin. Aðilar þurfa að vera leiðanlegir til að halda þessu tvennu aðskildu. Dómarinn þarf því að vera hreinn og beinn í samskiptum, sýna aðilum tilhlýði- lega virðingu en koma inn hjá þeim framsýnum viðhorfum um eigin hagsmuni, án tillits til tilfinninga. Dómari ætti þó ekki að veigra sér við að beita sálfræðilegum aðferðum við að leysa úr hugrænum vanda. Dómarinn getur sett sig í spor aðila og látið þá finna, hvernig hann getur einnig séð málið frá þeirra sjónarhóli. Gott er að ræða viðhorfin og óttast ekki að vera hreinskiptinn. Rétt er því, að báðir aðilar sjái, að dómari horfist í augu við tilfinningar þeirra og viðhorf og reyni að skilja þær. Með því finnst þeim dómarinn verða meðábyrgur fyrir endanlegri lausn og þeir verða hreyfanlegri og sýna meiri viðleitni til að leysa málið. Mér finnst ekkert 202
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.