Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 67
athugavert við að talað sé um tilfinningar og viðurkennt réttmæti þeirra, en umfram allt er, eins og ég áður rakti, gott að aðilar lýsi tilfinningum sínum án þess að því tilfinningaflóði sé svarað í sömu mynt. Dómari skyldi hlusta af athygli og staðfesta það sem sagt er og ekki tala að óþörfu. Að því afloknu er gott að snúa sér frá mönnum að vandanum. 4. HLUTLÆGAR VIÐMIÐANIR Sáttaumleitanir dómara miðast að því, að fá skynsamlega niðurstöðu málsins á vinsamlegan og fljótvirkan hátt. Nauðsyn ber því til að reyna að finna sann- gjarnar og hlutlægar viðmiðanir. En áður en að því kemur getur verið nauðsyn- legt að skýra fyrir aðilum stöðu málsins. Er einkum mikilvægt að aðilum sé ljóst á hvorum sönnunarbyrðin hvíli í einstökum atriðum. Svo einföldustu dæmi séu tekin, þá verður að sýna aðilum fram á, að sönn- unarbyrði hvíli almennt á sækjanda máls eða þeim sem fullyrðir staðreynd. Sá sem staðhæfir afbrigði frá því venjulega, t.d. að hann eigi að fá hærra kaup en taxtakaup eða breytingu á ástandi, sem sannað er, skal færa sönnur á þá stað- hæfingu sína. Þá er nauðsynlegt að benda aðilum á, hvorum þeirra standi nær að tryggja sér sönnun um staðreynd eða hvorum þeirra sé auðveldara að sanna það atriði, sem um er að ræða. Benda verður þeim á að tryggja sér sönnun, sem meiri hagsmuni hefur af því. Ef hann getur tryggt sér sönnun, en lætur það undir höfuð leggjast, ber hann sjálfur hallann af því o.s.frv. Sá sem byggir kröfur sínar á samningi verður að sanna tilurð og tegund hans. Tjónþoli verður að færa sönnur á, hver sé valdur að tjóni og beri á því ábyrgð að lögum. Sá sem rifta vill samningi, verður að sanna að riftunarástæður séu fyrir hendi. Sá sem sýknu krefst vegna tómlætis eða fyrningar kröfu, verður að sanna fullnægjandi fyrn- ingarástæður eða að skilyrði tómlætis séu fyrir hendi, kröfuhafi verður að sanna hvenær til kröfunnar var stofnað og hvenær gjalddagi hennar var o.s.frv., o.s.frv. Svona mætti lengi telja og æra óstöðugan, þegar dómarar og lögmenn eru annars vegar. Þótt það virki e.t.v. barnalega að telja upp slík alþekkt dæmi, þá er hinu ekki að leyna, að ég hefi af því töluverða reynslu, að aðilum er sönn- unarbyrðin í einstökum tilvikum ekki ljós og að sættir komast verulega á skrið, þegar hún er upplýst. Dómari þarf ekki að tjá sig ítarlega um sönnunarbyrði eða sönnunarmat, enda kann það að vera óheppilegt, þar sem hann getur þurft að dæma í málinu síðar. En hann getur bent aðila á, að á brattann sé fyrir hann að sækja og jafnan sé erfiðara að klifra upp í móti en að renna sér forbrekkis. Hann getur vakið athygli á, að lausleg athugun sín á málsatvikum bendi til, að við- komandi hafi sönnunarbyrði um atriði og að sér sýnist sönnun ekki fullnægj- andi eins og staða málsins sé. Varfærnisleg orð í þessa veru þurfa ekki að binda hendur dómara, en eru í raun sjálfsögð hreinskilni. Dómurinn að lokum kemur þá einnig síður á óvart. Þá getur dómari bent aðilum á aðra vankanta á málatilbúnaði, t.d. að efnis- varnir komist ekki að í víxilmáli, atvik séu ekki nægilega upplýst o.s.frv. Þá 203
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.