Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 70
gengist haust hvert fyrir málþingi fyrir félagsmenn. Framsögumenn á fræðafundum og málþingum eru nánast undantekningarlaust lögfræðingar. Þeir taka ávallt fúslega að sér að halda erindi á fræðafundum eða málþingum þó það krefjist mikils undirbúnings sem allur er unninn í sjálfboðavinnu. Þetta ber að þakka. A starfsárinu voru haldnir átta fræðafundir og tvö málþing. 1. I framhaldi aðalfundar hinn 31. október 1995 var haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum fundur um nýtingu tölvutækni í þágu lögfræðinnar. Framsöpumenn voru Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur og framkvæmdastjóri Urlausn- ar-Aðgengis ehf. og Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Fundargestir voru 19. 2. Hinn 28. nóvember 1995 var haldinn í Lögbergi fundur um störf íslenskra lögfræðinga erlendis. Frummælendur voru Helga Jónsdóttir borgarritari og áður varafulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans og Árni Vilhjálmsson hrl. og áður fulltrúi hjá Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins. Fundargestir voru liðlega 20. 3. Hinn 14. desember 1995 var haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum árlegur fundur félagsins á jólaföstu í samvinnu við Lögmannafélag íslands og Dómara- félag íslands. Menntamálaráðherra Björn Bjamason flutti erindi sem hann nefndi Leið mín inn á netið. Fundargestir voru liðlega 90 talsins. 4. Hinn 25. janúar 1996 var haldinn í Lögbergi fundur um störf samkeppnis- yfirvalda og reynslu af samkeppnislögum. Framsögumaður var Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Fundargest- ir voru 26. 5. Hinn 8. febrúar 1996 var haldinn í Komhlöðunni fundur um breytingar á skaðabótalögum. Frummælendur voru Gestur Jónsson hrl. og Axel Gíslason formaður Sambands ísl. tryggingafélaga og forstjóri VÍS. Fundargestir voru 76. 6. Hinn 28. mars 1996 var haldinn í Lögbergi félagsfundur um frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Frummælendur voru Eiríkur Tómasson prófessor og Þór Jónsson fréttamaður á Stöð 2. Fundargestir voru 31. 7. Hinn 20. apríl 1996 var haldið í Viðey málþing undir heitinu Staða lög- fræðinga í þjóðfélaginu í dag - hvert stefnir. Málþingið var haldið í samvinnu við Lögmannafélag Islands og Dómarafélag Islands. Framsögumenn voru Sig- urður Líndal prófessor sem gerði grein fyrir sögulegu yfirliti lagamenntunar, Eiríkur Tómasson prófessor sem fjallaði um háskólakennarann, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. sem fjallaði um þróun lögmannsstarfsins, Ragnhildur Arnljótsdóttir deildarstjóri sem fjallaði um ráðuneytislögfræðinginn, Davíð Þór 206

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.