Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 72
Hinn 11. maí 1996 var farin fjölskylduferð um söguslóðir Njálu undir öruggri leiðsögn Jóns Böðvarssonar ritstjóra. Var ferðin hin fróðlegasta. Þátttakendur voru 33 talsins á öllum aldri. 4. Móttaka fyrir nýútskrifaða lögfræðinga Stjórnin bauð lögfræðikandidötum sem útskrifuðust úr lagadeild veturinn 1995-1996 til móttöku hinn 17. maí 1996. Var þetta fyrsta móttaka af þessu tagi og til hennar boðað með það fyrir augum að kynna starfsemi félagsins fyrir nýjum lögfræðingum og tryggja það að fyrstu samskipti nýútskrifaðra lög- fræðinga og félagsins yrðu ögn ánægjulegri en móttaka gíróseðils fyrir árgjaldi. Til móttökunnar var einnig boðið framsögumönnum á fræðafundum og mál- þingum félagsins á starfsárinu. Til móttökunnar mættu 33 gestir og þótti hún takast hið besta. Er þess að vænta að þessi nýbreytni verði framvegis fastur liður í starfsemi félagsins. 5. Skrifstofa Lögfræðingafélags Islands og framkvæmdastjórn Sem fyir nýtur lögfræðingafélagið velvildar Lögmannafélags íslands varðandi húsnæðisaðstöðu. Mikil stakkaskipti urðu á þeirri aðstöðu fyrri hluta árs 1995 þegar félagið fékk til afnota aðra af tveimur skrifstofum sem lögmannafélagið hefur fyrir Lögmannavakt sína. Öll starfsaðstaða félagsins er þannig orðin til mikillar fyrinnyndar. A starfsárinu var gerður formlegur leigusamningur milli lögmanna- félagsins og lögfræðingafélagsins um hóflegt endurgjald fyrir skrifstofuaðstöðu og aðgang að ljósritunarvél og öðrum tækjakosti hjá lögmannafélaginu. Stjóm Lög- fræðingafélags íslands kann Lögmannafélagi íslands bestu þakkir fyrir þá miklu velvild sem félagið hefur sýnt starfsemi löglfæðingafélagsins á liðnum árum. Lögfræðingafélagið réð í fyrsta sinn fastan starfsmann árið 1988. Fram- kvæmdastjóri félagsins sinnir í 25% starfi framkvæmdastjóm fyrir félagið og margvíslegri sýslan fyrir það og Tímarit lögfræðinga. Framkvæmdastjóri er á skrifstofu félagsins einn morgun í viku til hagræðis og þjónustuauka fyrir félagsmenn. Auk þess annast framkvæmdastjóri útgáfu fréttabréfs félagsins sem gefið er út nokkrum sinnum á ári. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur hefur verið framkvæmdastjóri frá því í ársbyrjun 1995 og annast þau verkefni sem stjórnin felur henni fyrir félagið og Tímarit lögfræðinga. Stjórn félagsins þakkar Brynhildi góð störf í þágu félags- ins og vonast til þess að félagið fái að njóta starfskrafta hennar enn um sinn. 6. Tímarit lögfræðinga Tímarit lögfræðinga kemur úr reglulega fjórum sinnum á ári. Frá árinu 1994 hefur ritstjórn Tímarits lögfræðinga verið í öruggum höndum Friðgeirs Björnssonar dómstjóra. Stjórn félagsins þakkar Friðgeiri vel unnin störf í þágu Tímarits lögfræðinga og væntir góðs af áframhaldandi samstarfi en Friðgeir hefur fallist á að halda áfram ritstjórn tímaritsins. 208

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.