Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 73
Fjárhagur tímaritsins stendur traustum fótum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú nýbreytni að greiða ritlaun fyrir fræðagreinar sem birtast í ritinu. Hefur það fyrirkomulag gefist vel. Lokið er ljósprentun eldri árganga tímaritsins sem lengi hafa verið ófáanlegir. Félagsmönnum hafa verið boðin kostakjör varðandi kaup á þessum ljósprentuðu árgöngum og gildir það tilboð a.m.k. til næstu áramóta. Af hálfu stjómar hefur Kristín Briem haft með höndum framkvæmdastjóm Tímarits lögfræðinga og sinnt því af mikilli samviskusemi og vandvirkni. Á henni hefur mætt óvenjumikið starf á þessu starfsári, m.a. vegna ljósprentunar og flutnings á birgðum. 7. Lögfræðingatal Lögfræðingatal 1736-1992 kom út haustið 1993 á vegum bókaútgáfunnar Iðunnar. í ritnefnd eru Garðar Gíslason hæstaréttardómari, formaður, Dögg Pálsdóttir hrl. og Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri. Ritstjóri talsins var ráð- inn Gunnlaugur Haraldsson. Lögfræðingafélag Islands keypti á sínum tíma höf- undarrétt að Lögfræðingatölum Agnars Kl. Jónssonar til að unnt yrði að ráðast í útgáfu nýs heildartals lögfræðinga. Eins og fyrr segir kom Lögfræðingatalið sjálft út haustið 1993 í þremur bind- um. Vinna við fjórða bindið er nú á lokaspretti. Þess er að vænta að bindið komi út fyrir jól. Þar verða m.a. æviskrár liðlega eitt hundrað erlendra lögfræðinga af íslenskum uppruna, æviskrár tæplega eitt hundrað lögfræðinga sem útskrifuðust 1993 og 1994, heimildaskrá og leiðréttingar auk ítarlegrar nafnaskrár. 8. Samstarf við systurfélög á hinum Norðurlöndunum Fyrir nokkrum árum tókst samvinna við önnur lögfræðingafélög á Norður- löndum. Framkvæmdastjóri félagsins sótti í júní árlegan fund framkvæmdastjóra norrænna lögfræðingafélaga. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Noregi. Þá kom hingað til lands Anne Marie Bergström blaðamaður á Jusek Tidningen sem sænska lögfræðinga- og hagfræðingafélagið gefur út. Hún hitti fram- kvæmdastjóra félagsins og tók við hana viðtal sem mun birtast fljótlega í Jusek. 9. Félagaskrá og félagsgjöld Á þessu starfsári voru liðlega 800 gíróseðlar sendir til félagsmanna með árgjaldi sem að þessu sinni var ákveðið kr. 3.000 og var það svipaður fjöldi og á síðasta starfsári. Er reikningum þessa starfsárs var lokað hafði rúmlega helmingur greitt árgjaldið. Skil árgjalds urðu betri eftir að félagið fól Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis að annast innheimtuna fyrir nokkrum árum. Ymsir annmarkar voru þó á þeirri framkvæmd og var því ákveðið á starfsárinu að félagið tæki að sér innheimtuna að nýju. Virðist það ætla að gefa góða raun. Þá er stöðugt unnið í innheimtu eldri félagsgjalda, en þó ekki með nægilega góðum árangri. Félags- menn sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. 209

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.