Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 77
í hendur nákvæma forskrift að því hvernig þeir skyldu bera sig að og miðaði hún öll að því að koma dómaranum í vanda. Þegar dómarinn hafði tekið ákvörðun um það hvemig leyst skyldi úr álitaefni sem fyrir hann var lagt hófust almennar umræður um þá ákvörðun hans. Eftirtektarvert var hversu margir blönduðu sér í þá umræðu. Tókst með þessum hætti að ná fram umfjöllun um margvísleg raunhæf álitaefni sem upp kunna að koma við aðalmeðferð máls. Þá miðaði þessi umfjöllun ekki hvað síst að því að samræma ýmis atriði í réttar- framkvæmd. Síðustu tveimur dögum námskeiðsins var síðan varið í fyrirlestra um samningu dóma. Var þar jöfnum höndum hugað að lagaákvæðum sem að dómasamningu lúta og venjum sem skapast hafa á þessu sviði. Fyrirlestra á námskeiðinu önnuðust fjórir dómarar og einn lagaprófessor. Þá komu fjórir dómarar að auki að úrlausn á raunhæfum verkefnum (rollespille). Fjörlegar umræður spunnust um efni fyrirlestranna þar sem þátttakendur miðluðu hver öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Þann 11. mars 1996 efndi Dómarafélag Islands í samvinnu við Endurmennt- unarstofnun Háskóla Islands til fræðslufundar um notkun á greiningu lífefna í dómsmálum. Dagana 3. og 4. maí efndi Dómarafélag Islands til námskeiðs um sönnunarmat í kynferðisbrotamálum í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. 5. Kjaramál A. Löggjöf um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins I tilefni þess að fjármálaráðherra lagði fram frumvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna á sl. vori var eftirfarandi bréf dagsett 11. apríl 1996 sent til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: „Á fundi stjómar Dómarafélags íslands nú í dag var fjallað um frumvarp það til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú til meðferðar. Það er eindregin skoðun stjómar Dómarafélags íslands, að frumvarp þetta, ef að lögum verður, eigi ekki að taka til dómara. Með bréfi þessu er þess farið á leit, að nefndin samþykki fyrir sitt leyti og leggi jafnframt til að frumvarpinu verði breytt í þessu efni. Ástæður þessara tilmæla eru eftirfarandi: 1. Þegar litið er til yfirlýstra markmiða með frumvarpinu þykir ljóst að enda þótt þau geti átt við um starfsemi ríkisins almennt verði þau ekki heimfærð á störf þeirra sem fara með dómsvald í landinu. Vísast um þetta til athugasemda með frumvarpinu þar sem gerð er grein fyrir nýrri stefnu í starfsmannamálum rrkisins og lýst leiðum þeim sem fara beri til þess að ná þeim markmiðum sem í henni felast. Störf dómara eru í föstum skorðum og ítarlegar lagaregur gilda um fram- kvæmd þeirra. Þá er þess að gæta að sérhver dómari fer með mál á eigin ábyrgð en ekki annarra og valddreifingu verður ekki við komið varðandi verkefni þeirra. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.