Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 79
heildarfrumvarp eigi að taka til allra þátta varðandi stöðu dómara sem starfs- manna ríkisins. Þetta álit stjórnar hefur verið kynnt dómsmálaráðherra. Með vísan til þessa er áréttuð sú ósk, sem fram er sett í upphafi bréfs þessa, að fyrirliggjandi frumvarpi verði breytt á þann veg að það taki ekki til dómara. Verði dómurum bætt við upptalningu 2. gr. um þá, sem lögin taka ekki til. Öðrum greinum, svo sem 56. gr., verði jafnframt breytt, þannig að Kjaradómur ákvarði áfram laun dómara, eins og verið hefur hingað til og rækilega var rökstutt að vera skyldi í frumvarpi til laga um Kjaradóm nr. 120/1992. Þá var einmitt fækkað mjög þeim, sem Kjaradómur skyldi ákvarða laun en sérstaklega rökstutt að dómarar féllu áfram undir verksvið hans“. Frumvarpinu sem varð að lögum nr. 70/1996 var breytt í meðförum þingsins þannig að í 2. gr. laganna stendur að lögin taki til hæstaréttardómara og héraðs- dómara eftir því sem við geti átt og í 56. gr. þeirra kemur fram að Kjaradómur ákveði laun dómara. B. Um orlof á yfírvinnugreiðslur til dómara Meðal dómara hefur ríkt megn óánægja með það að ekki hefur verið greitt orlof á yfirvinnulaun svo sem tíðkaðist fram til desembermánaðar 1993. Vegna þessa höfðaði félagið mál fyrir Félagsdómi nú í haust og með dómi hans 14. október sl. var viðurkennd krafa Dómarafélags Islands um að héraðs- og hæsta- réttardómarar sem taka laun skv. ákvörðun Kjaradóms frá 12. nóvember 1993 og 8. september 1995 eigi frá 1. desember 1993 rétt til orlofs af fastri mánaðarlegri yfirvinnu sem þeir fá greidda skv. ákvörðun Kjaradóms frá 12. nóvember 1993. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða Dómarafélagi íslands 600.000 krónur í málskostnað. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður flutti málið fyrir hönd Dómarafélags Islands. 6. Erlend samskipti Alþjóðasamband dómara 39. þing Alþjóðasambands dómara fór fram í Amsterdam dagana 22.-26. september síðastliðinn. Þingið sóttu af hálfu Dómarafélags íslands þau Garðar Gíslason hæstaréttardómari og héraðsdómaramir Helgi I. Jónsson og Hjördís Hákonardóttir. Starfaði Hjördís í I. nefnd, Garðar í II. nefnd og Helgi í III. nefndinni. Fyrir utan hefðbundin nefndastörf var á þinginu m.a. rætt um stofnun Alþjóð- legrar rannsóknarmiðstöðvar um dómsvaldið (Intemational Research Centre on Judicial Power) og Alþjóðlegs dómaraskóla (World School for Judges). Þá var einróma samþykkt stuðningsyfirlýsing við stofnun varanlegs Alþjóðlegs stríðs- glæpadómstóls (Intemational Criminal Court), sbr. tillögu Sameinuðu þjóðanna þar um frá árinu 1992. 215
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.