Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 3
TÚI AKIT § 4b LÖGFRÆÐIIVGÁ 2. HEFTI 47. ÁRGANGUR MAÍ1997 FRUMVARP TIL LÖGRÆÐISLAGA Fátt ef nokkuð er mönnum dýrmætara en að geta sjálfir ráðið eigin högum. í okkar heimshluta er svo fyrir að þakka að þetta eru í flestum greinum svo sjálf- sögð réttindi að fæstir leiða hugann sérstaklega að þeim í hinu daglega amstri. Löggjafinn hefur eðlilega sett margvíslegar reglur í því skyni að stýra hegðun manna og mótað þannig þjóðfélagið að meira og minna leyti. Lög hafa að geyma aragrúa af boðum og bönnum sem við flest förum eftir möglunarlítið yfirleitt og lítum tæpast á sem skerðingu á persónufrelsi okkar. Auk þessa ræðst hegðun okkar af margvíslegum óskráðum umgengnisvenjum og ýmsum aðstæðum. A meðan allt leikur í lyndi er lítil ástæða til þess að hafa áhyggjur. En lífið á sér margar hliðar og það ástand getur skapast að brýna nauðsyn beri til að skerða rétt manna til þess að ráða högum sínum þótt ungum aldri sé ekki til að dreifa og ekki þurfa þar refsiverðar athafnir að koma til eða grunur um þær. Þá koma lögræðislögin til sögunnar. Þótt lögræðislögin kveði á um þýðingarmikil réttindi og jafnframt skerðingu þeirra hefur yfirleitt verið nokkuð hljótt um þau. Helst hefur verið til umræðu hvort hækka ætti sjálfræðisaldurinn í 18 ár og þar hefur baráttan við fíkniefna- vandann verið mönnum ofarlega í huga. Nú hefur sá gleðilegi atburður gerst að dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til lögræðislaga. Frumvarpið hefur að geyma 87 lagagreinar og er 99 blaðsíður að lengd. Það er samið af þriggja manna nefnd sem skipa hinir mætustu lögfræðingar, þau Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem er formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor og Páll Hreinsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. I athuga- semdum við frumvarpið kemur fram að nefndin hafi notið aðstoðar lögfræðinga og lækna. Sérstaklega er tekið fram að Markús Sigurbjörnsson hæstaréttar- dómari hafi farið yfir frumvarpið í heild sinni og gefið ýmsar ábendingar sem 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.