Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 13
af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum.16 í framkvæmd er hins vegar ekki gerður mikill greinarmunur á þessu tvennu þannig að í raun er gengið út frá því að allir þeir lögaðilar sem hafa á hendi starfsemi sem felur í sér viðskiptalegan ávinning (e. economic activity) með einum hætti eða öðrum falli undir regluna.17 Hvað varðar 1. mgr. 86. gr. Rs. þá er rétt að gera greinarmun á hugtakinu lög- aðili annars vegar og hugtakinu fyrirtæki hins vegar, enda getur hugtakið lögaðili átt við um stofnun eða samtök sem ekki eru rekin með viðskiptalegan ávinning í huga. Til að glöggva sig á réttarstöðunni á þessu sviði er rétt að líta til eftirfarandi mála þar sem reyndi á þetta vandamál. í máli Distribution of Package Tours During the 1990 World Cup18 var álitaefnið hvort Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) og ítalska knattspyrnusambandið væru fyrirtæki í skilningi samkeppnislaga en þessi sambönd sáu um rekstur heimsmeistara- keppninnar á Ítalíu 1990. Niðurstaðan varð sú að þar sem um viðskiptalega hagsmuni var að ræða væru samböndin fyrirtæki í skilningi laganna. A hinn bóginn var í málinu Irish Aerospace (Belgium) NV gegn European Organi- sation for the Safety of Air Navigation (Eurocontrol)19 talið að alþjóðleg stofnun sem átti að annast tiltekinn öryggisþátt í flugsamgöngum væri ekki fyrirtæki í skilningi 85. gr. Rs. Varðandi hugtakið fyrirtæki kemur einnig til skoðunar hvenær fyrirtæki er svo nátengt öðru fyrirtæki að hægt sé að segja að um sama aðilann sé að ræða. Niðurstaða í slíku máli ræðst af málavöxtum hverju sinni en rétt er að benda á að ekki er nauðsynlegt að um bein eignaryfirráð eða stjórnunaryfirráð sé að ræða. Hér má hafa til hliðsjónar 1. mgr. 18. gr. íslensku samkeppnislaganna en þar segir að nægilegt sé undir þessum kringumstæðum að aðili hafi virk yfirráð í öðru fyrirtæki.20 Hugtakið virk yfirráð er skilgreint í 4. gr. samkeppnislaga sem aðstaða er geri aðila kleift að hafa úrslitaáhrif á rekstur og stjórnun fyrir- tækis hvort sem þau áhrif eru tilkomin vegna þess að hann getur haft áhrif á skipun stjórnar, atkvæðagreiðslur eða ákvarðanir fyrirtækisins eða notað eða ráðstafað eignum fyrirtækis. Loks má benda á að við skoðun á því hvort um samkeppnisbrot sé að ræða er stundum nauðsynlegt að skipta einum aðila upp í sjálfstæðar einingar. Dæmi um þetta er að íslenska rrkið á 100% hlut í fyrirtækjum sem eru í samkeppnis- rekstri. Hér yrði viðkomandi fyrirtæki talið sjálfstæður aðili í skilningi sam- keppnislaga til að ákvarða hvort um samkeppnisbrot sé að ræða. 16 Annað dæmi eru 1. og 2. gr. hinna bandarísku Sherman laga. 17 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 187. 18 OJ [1992] L 326/21, málsgrein 43. 19 [1992] 1 Lloyd’s Report bls. 383. Mál ECJ C-364/92 SAT gegn Eurocontrol. 20 Sem dæmi um mál þar sem á þetta reyndi má nefna kaup Olíufélagsins hf. og Hydro Taxaco A/S á hlutum í Olíuverslun íslands og stofnun Olíudreifingar ehf., sjá Skýrslu Samkeppnisstofnunar 1995, mál nr. 23/1995, bls. 136 og áfram. 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.