Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 15
upptalning er hins vegar ekki tæmandi.24 Misnotkun samkvæmt framansögðu
getur einkum falist í:
a. beinni eða óbeinni þvingun til ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða annarra
ósanngjarnra viðskiptaskilmála,
b. takmörkun framleiðslu, sölu eða tækniþróunar til tjóns fyrir neytendur,
c. að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sambærilegum viðskiptum
og rýra þannig samkeppnisstöðu þeirra,
d. að gera það að skilyrði fyrir samningsgerð að viðsemjandi taki á sig viðbótar-
greiðslur sem í eðli sínu eða samkvæmt viðskiptavenju eru án tengsla við efni slíks
samnings.25
Þessari reglu til fyllingar eru ákvarðarnir og dómar stofnana ESB varðandi
það hvernig skýra eigi misnotkunarhugtakið. Niðurstaða Evrópudómstólsins í
máli Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB26 hefur þar grund-
vallarþýðingu en þar sagði:
The concept of abuse is an objective concept relating to the behaviour of an
undertaking in a dominant position which is such as to influence the structure of a
market where, as a result of the very presence of the undertaking in question, the
degree of competition is weakened and which, through recourse to methods different
from those which condition normal competition in products or services on the basis
of the transactions of commercial operators, has the effect of hindering the
maintenance of the degree of competition still existing in the market or the growth of
that competition.27
Gagnlegt er að huga nánar að texta skilgreiningarinnar, en mikilvægustu
sjónarmiðin í því sambandi eru sök og breytni fyrirtækis.
4.2 Sök fyrirtækis
I skilgreiningunni er gengið út frá því að fram fari hlutlægt mat á því hvort
um misnotkun sé að ræða. Þetta er afar mikilvægt sökum þess að ekki er
nauðsynlegt að sýna fram á sök hjá hinu markaðsráðandi fyrirtæki. í máli BPB
Industries og British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB28 hélt fyrir-
tækið því fram að það hefði ekki verið ætlun þess að veikja keppinaut sinn.
Dómurinn benti á að þessi rök hefðu ekki þýðingu í málinu þar sem athafnir
24 Sjá Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 270.
25 Hér er sem endranær stuðst við þýðingu í bók Stefáns Más Stefánssonar, Evrópuréttur, bls.
321.
26 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB (1979) ECR 461; (1979) 3 CMLR 211.
27 Ibid §§91.
28 BPB Industries and British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB (1993) 5 CMLR 32. Sjá
§§70.
71