Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 28
ráðandi fyrirtæki.71 Á grundvelli þessara forsendna rannsakaði dómstóllinn
framleiðslukostnað hjá AKZO. Niðurstaðan varð sú að verðlagning á vörum
sem fyrirtækið bauð viðskiptavinum samkeppnisaðilans var í flestum tilvikum
undir framleiðslukostnaði og í sumum tilvikum einnig lægri en breytilegur
kostnaður við framleiðslu þeirra. Dómurinn taldi því að AKZO hefði boðið
vörur á óeðlilega lágu verði með það að markmiði að skaða stöðu samkeppnis-
aðila og þannig brotið gegn 86. gr. Rs.
Annað mál er varðaði undirboð er Tetra Pak II72 þar sem framkvæmdastjórn
ESB sagði að Tetra Pak hefði brotið gegn 86. gr. Rs. með undirboðum á
markaðinum.
I íslenskum samkeppnisrétti reyndi á undirboð í máli varðandi kvörtun
vegna viðskiptahátta Bónuss sf. og Baugs hf.73 Kvörtunin beindist m.a. að því
að Bónus sf. seldi vörur undir sannanlegu kostnaðarverði. Samkeppnisráð sagði
um þetta að markmið samkeppnislaga væri að efla virka samkeppni en ekki að
vernda fyrirtæki gegn þeim skaða sem heiðarleg samkeppni kynni að valda
þeim. Undirverðlagning væri því ekki skaðleg nema markmið hennar væri að
skaða aðila á markaðinum til að draga úr samkeppni. Taldi Samkeppnisráð að
ekkert hefði komið fram um að virk samkeppni á markaðinum hefði verið
hindruð né slíkt hefði verið markmið fyrirtækjanna Baugs hf. eða Bónuss sf. Þá
sagði að eitt af meginmarkmiðum samkeppnislaga væri að lækka vöruverð og
þyrftu því að liggja frammi óyggjandi gögn áður en samkeppnislögum væri
beitt til að hækka vöruverð fyrirtækja. Niðurstaða Samkeppnisráðs varð því sú
að ekkert hefði komið fram sem benti til samkeppnisbrota af hálfu Baugs hf. né
eigenda fyrirtækisins.
6.3.4 Kaup undir kostnaðarverði
Annað álitaefni tengt undirboðum er þegar markaðsráðandi fyrirtæki knýr
fram lækkað vöruverð á aðföngum í krafti stærðar sinnar á markaðinum. Á
þetta hefur ekki reynt í rétti ESB en á þetta reyndi m.a. í rnáli varðandi kvörtun
vegna viðskiptahátta Bónuss sf. og Baugs hf.74 Kvörtunin beindist m.a. að því
að Baugur hf. hefði í krafti markaðsaðstöðu knúið fram óeðlilega hagkvæm
viðskiptakjör gagnvart birgjum sínum. Samkeppnisráð kannaði viðskiptakjör
nokkurra birgja gagnvart Baugi hf. og komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið
nyti afsláttar í samræmi við þá framlegð sem birgjar hefðu af viðskiptum við
71 Ibid §§ 70-72.
72 Tetra Pak II [1992] 4 CMLR 551.
73 Kvartanir vegna viðskiptahátta Bónuss sf. og Baugs hf., ákvörðun Samkeppnisráðs nr.
7/1995, óbirt en úrdráttur úr ákvörðuninni birtist í Samkeppní, fréttabréfi Samkeppnis-
stofnunar, nr. 19, mars 1995.
74 Kvartanir vegna viðskiptahátta Bónuss sf. og Baugs hf., ákvörðun Samkeppnisráðs nr.
7/1995, óbirt en úrdráttur úr ákvörðuninni birtist í Samkeppni, fréttabréfi Samkeppnis-
stofnunar, nr. 19, mars 1995.
84