Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 33
6.4.4.2 Afsláttur byggður á árlegum magnkaupum Afsláttur tengdur árlegum sölumarkmiðum var tekinn til skoðunar í máli Michelin gegn framkvæmdastjórn ESB.96 Michelinfyrirtækið notaði afslátt- arkerfi sem byggðist á því að viðskiptaaðili hefði náð tilteknum sölumark- miðum á síðastliðnu ári. Evrópudómstóllinn sagði að til að ákvarða hvort afsláttarfyrirkomulagið stæðist 86. gr. Rs. þyrfti að rannsaka tvö atriði. í fyrsta lagi hvaða böndum viðskiptaaðilar tengdust fyrirtækinu og í öðru lagi hvort afsláttarkjörin fælu í sér misjöfn kjör viðskiptamanna. Varðandi fyrra atriðið taldi dómurinn augljóst að afsláttarkerfið hefði að markmiði að hvetja við- skiptamenn til að kaupa frá Michelin, sérstaklega þegar lok ársins nálguðust. Þetta fyrirkomulag benti til misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Varðandi síðara atriðið benti dómurinn á að slíkur afsláttur hefði í för með sér mismun- andi niðurstöðu fyrir tvo aðila sem keyptu sama magn af vörunni.97 6.4.4.3 Afsláttur eftir að sölumarki er náð (e. top slice rebates.) Sérstök tegund afsláttarkjara var tekin til skoðunar í máli varðandi ICI/ Solvay.98 Fyrirtækið sem var markaðsráðandi hafði komið sér upp tvíhliða kerfi á verðútreikningi. Kerfið var þannig að sala á hefðbundu magni til viðskipta- manns var á venjulegu verði en keypti viðskiptamaðurinn umfram þetta hefð- bundna magn var varan seld með verulegum afslætti. Framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að um brot á 86. gr. Rs. væri að ræða þar sem markmiðið með þessu kerfi væri að koma í veg fyrir að viðskiptamenn keyptu viðbótarmagn frá öðrum dreifingaraðilum. 6.4.4.4 Hvers konar afsláttarkjör má markaðsráðandi fyrirtæki bjóða? Það hefur komið í ljós hér að framan að markaðsráðandi fyrirtæki verða að fara mjög varlega í allt sem heitir afsláttur og afsláttarfyrirkomulag. í framhaldi af því vaknar sú spurning hvað sé ásættanlegt í þessu efni en ljóst er að um verulegar takmarkanir er að ræða. Það eina sem hægt er að ganga út frá með vissu er að magnafslættir brjóta almennt ekki gegn 86. gr. Rs. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að kynningarafslættir innan hóflegra marka séu ásættanlegir.99 Að öðru leyti virðast afsláttarkerfi fela í sér samkeppnishömlur. I framkvæmd getur hins vegar verið erfitt að skilja á milli afsláttarkerfa sem byggja á magn- afsláttum annars vegar og hins vegar þeirra sem byggja á einhvers konar hollustuafsláttum. 96 Michelin gegn framkvæmdastjóm ESB [1983] ECR 3461; [1985] 1 CMLR 282. 97 Ibid §§ 190. 98 ICI/Solvay [1991] 4 CMLR 169; IP (90) 1057. 99 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [ 1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211, §§96. 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.