Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 37
reglugerð frá Ráðherraráðinu varðandi samruna sem gefin var út 21. desember
1989.115 Reglugerð þessi gildir um allar tegundir samruna þannig að 86. gr. Rs.
hefur takmarkað gildi varðandi samruna félaga á þessari stundu.116 Það er þó
rétt til upplýsingar að benda á að í máli Tetra Pack Rausing gegn fram-
kvæmdastjórn ESB (Tetra Pack I)117 reyndi á það hvort kaup á fyrirtæki sem
átti einkaleyfi sem samkeppnisaðili notaði bryti gegn 86. gr. Rs. Evrópudóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu að kaupin sem slík væru ekki misnotkun á
aðstöðu, en hins vegar mátti draga þær ályktanir af háttsemi Tetra Pak að um
misnotkun á aðstöðu væri að ræða.
6.8 Skylda tii að veita upplýsingar
Það er álitamál hvort markaðsráðandi fyrirtæki ber að veita samkeppnis-
aðilum upplýsingar um breytingar á framleiðsluvörum sínum. Þetta vandamál
kom upp í máli IBM gegn framkvæmdastjórn ESB118 þar sem því var haldið
fram að IBM hefði brotið gegn 86. gr. Rs. með því að neita að upplýsa hvenær
ný framleiðslulína kæmi á markaðinn og ennfremur að upplýsingar um þetta
kæmu of seint. Þar sem sættir náðust í málinu var þetta atriði ekki upplýst.
7. LOKAORÐ
I grein þessari er fjallað um flesta þá dóma og úrskurði er gengið hafa á
grundvelli 86. gr. Rs. Hér er um mjög fjölskrúðuga flóru að ræða og við þessa
flóru bætast ný mál á hverju ári. Fyrir íslenska lögfræðinga er að sjálfsögðu
nauðsynlegt að fylgjast með þessari þróun, a.m.k. þá sem sinna samkeppnis-
málum. Það verður að telja óumdeilanlegt að dómar þessir og úrskurðir hafa að
meira eða minna leyti fullt fordæmisgildi hér á landi. Þetta stafar m.a. af
tvennu. I fyrsta lagi er að finna í íslenskum lögum reglu samhljóða 86. gr. Rs.,
það er að segja 54. gr. Samningsins um evrópska efnahagssvæðið og samkvæmt
reglum um altæka aðlögun gilda dómar Evrópudómstólsins á svæðinu. I öðru
lagi eru íslenskar samkeppnisreglur að stofni til byggðar á evrópskum reglum á
þessu sviði. Það er því fyrirsjáanlegt að framangreindum sjónarmiðum verði
beitt fullum fetum fyrir íslenskum dómstólum.
115 Reglugerð (e. Council Regulation) nr. 4064/1989
116 Á það hefur hins vegar verið bent að hægt sé að beita 86. gr. Rs. fyrir sig í samrunamálum
sem rekin eru fyrir dómstólum aðildarríkja ESB, sbr. Richard Whish, Competition Law,
(1993) Butterworths, London, bls. 704.
117 Tetra Pack Rausing gegn framkvæmdastjórn ESB [1991] 4 CMLR 334; [1990] ECR II
309.
118 IBM gegn framkvæmdastjórn ESB [1981] ECR 2639; 3 CMLR 635. GVL [1981] 1
CMLR 221
93