Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 46
ísland hefur gengist undir á sviði mannréttindamála.22 Með þessar reglur í huga er eðlilegt að túlka 65. gr. stjórnarskrárinnar eins og unnt er til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar Islands á sviði mannréttindamála. Jafnræðisreglur beggja þessara alþjóðasamninga um mannréttindavernd ná jafnt til meðferðar löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.23 Verður að telja eðlilegt að túlka jafnræðisreglu stjómarskrárinnar til samræmis við það. I málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska rrkinu sem dæmt var í Hæstarétti þann 20. febrúar 1997 var ekki um það að ræða að 65. gr. stjórnarskrárinnar væri beitt um lög eða stjórnsýslugerning heldur varðar málið meðferð dóms- valdsins. Það hefur því þegar verið staðfest í Hæstarétti að gildissvið 65. gr. stjórnarskrárinnar nái til dómsvaldsins. Dómurinn víkkaði þannig út gildissvið jafnræðisreglunnar frá því sem greinargerðin beinlínis virðist gera ráð fyrir. Þegar til alls hins ofangreinda er litið verður einnig ályktað að hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar nái til framkvæmdavaldsins. Sú staðreynd kann að hafa takmarkað mikilvægi hvað varðar gildissvið stjórnsýslulaga nr. 97/1993 þegar litið er til þess að í 11. gr. þeirra er að finna sérstaka jafnræðis- 22 Greinargerð, bls. 4. 23 Um 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi vísast til Lord Lester of Heme Hill og Sarah Joseph: Obligations of Non-Discrimination í David Harris og Sarah Joseph (ritstj.): The International Covenant on Civil and Political Rights and United Kingdom Law, Clarendon Press, Oxford, 1995, bls. 566 og Lars Adant Rehof og Tyge Trier: Menneskeret, Kaupmannahöfn 1990, bls. 399. Hvað varðar 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu má t.d. nefna þrjá dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjalla um meðferð löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds. I málinu Marckx gegn Belgíu var um að ræða löggjöf sem mælti fyrir um lakari réttarstöðu bama sem fædd væru utan hjónabands en barna sem fædd væru í hjónabandi. Mannréttindadómstóllinn taldi þá löggjöf brjóta í bága við 8. og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Dóminn er að finna í European Court of Human Rights, Series A, 1979, Marckx v. Belgium, Strassborg, 1979. I dómi mannréttindadómstólsins í málinu Schuler-Zgraggen gegn Sviss, sbr. European Court of Human Rights, Series A, 1993, Schuler-Zgraggen v. Svitzerland, Strassborg, 1993, var um að ræða konu sem hafði orðið fyrir örorku. Við mat á kröfu hennar til framfærslueyris sló svissneskur dómstóll því föstu að konur hættu störfum á vinnumarkaði þegar þær eignuðust börn og var henni á þeim grundvelli neitað um framfærslueyri eftir fæðingu bams. Mannréttindadómstóllinn taldi þetta líkindamat svissneska dómstólsins fela í sér brot á 1. mgr. 6. og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Loks má nefna málið Abdulaziz, Cabales og Balkandali gegn Bretlandi þar sem ljallað var um sérstakar reglur um innflytjendur sent breska innanríkisráðherranum ber að leggja fyrir þingið með reglulegu millibili en em hvorki taldar vera eiginleg löggjöf né framselt löggjafarvald í hendur ráðherra. 1 reglunum voru mismunandi ákvæði varðandi heimildir eiginmanna annars vegar en eiginkvenna hins vegar til þess að sameinast mökum sínum sem búsettir vom í Bretlandi. Reglumar sem greinilega em framkvæmdavaldsgerningar voru taldar ósamrýman- legar 8. og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Dóminn er að ftnna í European Court of Human Rights, Series A, 1985, Abdulaziz, Cabales & Balkandali v. United Kingdom, Strassborg, 1985. 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.