Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 49
er menn nytu á íslandi.30 Enn var hnykkt á skilningi nefndarmanna í framsögu- ræðu með breytingartillögum stjórnarskrárnefndar. Þar sagði að nefndarmenn teldu breytinguna ekki hafa mikla efnisþýðingu þar sem í upphaflega orða- laginu hafi falist að menn ættu að njóta mannréttinda á grundvelli jafnræðis- reglunnar.31 í meðferð stjómarskrámefndar er hvergi að finna vísbendingu um það að breytingin ætti að þrengja gildissvið jafnræðisreglunnar frá því sem upphaflega var stefnt að heldur er þar aðeins áréttað að hún gildi á sviði mann- réttindaverndar sem og annarrar löggjafar. Það er því ljóst að jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ætlað að gilda jafnt á öllum sviðum löggjafar hvort sem um er að ræða löggjöf sem varðar stjórnar- skrárbundin mannréttindi, önnur málefni sem segja má mannréttindatengd eða löggjöf sem varðar almenn málefni í samskiptum ríkis og borgara sem ekki verða talin til mannréttinda svo sem varðandi viðskiptalífið.32 Næst rís spurningin um ólögfest tilvik. Gildir jafnræðisregla stjórnarskrár- innar einnig um meðferð ríkisvaldsins í þeim tilvikum? Eins og áður sagði takmarkar greinargerðin ummæli sín um jafnræðisregluna við svið löggjafar og leiðir ekki athyglina að möguleikanum á þörf fyrir jafnræðisreglu í ólögfestum tilvikum.33 í áðurgreindum dómi Hæstaréttar frá 20. febrúar 1997 í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska ríkinu er að finna fyrsta dæmið úr réttar- framkvæmd um þörf fyrir beitingu jafnræðisreglunnar og varðaði það ekki einungis annan þátt ríkisvaldsins en löggjafarvaldið heldur einnig beitingu þess um ólögfest tilvik. Ekki er sérstaklega vikið að því í dóminum eða það rökstutt sérstaklega að 65. gr. stjórnarskrárinnar gildi um ólögfest tilvik. Virðist einfald- lega gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut, e.t.v. út frá því sjónarmiði að hið minna felist í hinu meira. Hvernig sem því líður verður því nú slegið föstu á grundvelli umrædds dóms að bæði hinni almennu jafnræðisreglu og sérreglunni um jafnrétti kynjanna í 65. gr. stjórnarskrárinnar verði beitt um ólögfest tilvik. Með sama hætti og í lögfestum tilvikum verður ekki talið að í ólögfestum tilvikum sé beiting jafnræðisreglunnar takmörkuð við tiltekin svið mannlífsins heldur eigi hún almennt við þar sem um meðferð ríkisvalds er að ræða. Hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gildir því um það þegar lög- gjafarvald, dómsvald eða framkvæmdavald setur, túlkar eða beitir löggjöf eða valdi sínu almennt. 30 Nefndarálit um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Islands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 758, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 4 31 SjáumræðuráAlþingi: Alþingistíðindi, B-deild, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 5298. 32 Sem dæmi um málefni sem ekki eru mannréttindatengd en jafnræðisregla stjórnar- skrárinnar gildir samkvæmt þessu um má nefna álitaefni sem varða jafnræðissjónarmið við skattlagningu atvinnustarfsemi. 33 Sjá neðanmálsgreinar 17 og 18. 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.