Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 50
5. ER HIN ALMENNA JAFNRÆÐISREGLA 65. GR. STJÓRNAR- SKRÁRINNAR EFNISREGLA í EÐLI SÍNU? 5.1 Almenn atriði Þegar því hefur verið slegið föstu hvert er gildissvið hinnar almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er næst að skoða hvernig henni verður beitt og hver áhrif hún getur haft innan þess gildissviðs. Ummæli greinargerðar um álitaefnið valda nokkrum vandkvæðum við túlkun hinnar almennu jafnræðisreglu að þessu leyti, en þar segir: Segja má að í jafnræðisreglunni séu ekki beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi. Mikil- vægi hennar felst ofar öllu í því að vera almenn leiðbeiningarregla um bann við mis- munun sem ber ávallt að hafa að leiðarljósi. Það á ekki einvörðungu við í tengslum við lagasetningu, heldur einnig við skýringu laga, þar á meðal annarra stjórnarskrár- bundinna mannréttindaákvæða. Jafnræðisreglan getur þó að sjálfsögðu haft bein og ótvíræð áhrif ef t.d. ákvæði í almennum lögum felur í sér mismunun sem brýtur í bága við regluna. Kann þá ákvæðinu að verða vikið til hliðar vegna hennar.34 I hinum tilvitnuðu orðum greinargerðar virðist vera lögð áhersla á hlutverk hinnar almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem leiðbeiningar- og túlk- unarreglu í réttarframkvæmd þegar þar er sagt að mikilvægi hennar felist ofar öllu í því að vera almenn leiðbeiningarregla um bann við mismunun sem gildi við lagasetningu og túlkun laga. Það er skilgreiningaratriði að leiðbeiningar- og túlkunarregla getur ekki falið í sér eiginlega efnisreglu í þeim skilningi að ríkisvaldinu sé skylt að fara eftir henni og að borgararnir geti byggt rétt á slrku. Það er komið undir góðum vilja viðkomandi handhafa ríkisvalds að fylgja leiðbeiningarreglu og túlkunarandlaginu hvort og þá hversu langt í átt til jafn- ræðis verður gengið. Ekki er ætlunin að greina hina almennu jafnræðisreglu stjómarskrárinnar sem leiðbeiningar- og túlkunarreglu hér. Því verður aðeins slegið föstu að í því hlut- verki er hin almenna jafnræðisregla ekki eiginleg efnisregla sem veitir borgur- unum beina kröfu til þess að þurfa ekki að sæta mismunun af hálfu ríkisvaldsins. 5.2 Geta almennar jafnræðisreglur falið í sér efnisleg réttindi? Því hefur verið haldið fram að almennar jafnræðisreglur geti ekki haft í sér fólgið neitt efnislegt inntak og séu þannig „tómar“ yfirlýsingar en ekki efnis- reglur sem hægt er að byggja rétt á fyrir dómi. Alf Ross hélt því fram árið 1953 að almenn krafa um það að allir skuli njóta jafnrar stöðu eða meðferðar sé „tóm“ því hún feli ekki annað í sér en að almennum reglum skuli fylgt. Hins vegar taldi hann að jafnræðisreglur gætu haft raunverulega merkingu ef þær væm skilyrtar og gefið sérstakt inntak svo sem um jafnrétti kynja eða kynþátta því þá væri óheimilt að byggja réttarstöðu 34 Greinargerð, bls. 16. 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.