Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 55

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 55
Enn má benda á það að í greinargerð er talið að full ástæða sé til þess að orða jafnræðisregluna í stjórnarskránni og sé það í samræmi við þá almennu tilhneig- ingu að binda jafnræðisreglu í lög á ákveðnum sviðum. Dæmið um 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 97/1993 er þar sérstaklega nefnt.45 Það er óumdeilt að 11. gr. stjórnsýslulaganna er efnisregla sem borgararnir geta byggt rétt sinn gagnvart stjórnsýslunni á fyrir dómi. Það væri órökrétt að bera þessar tvær reglur saman ef hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar væri ekki efnisregla því þá væri hér verið að bera saman tvær afar ólíkar og því ósambærilegar reglur. Þetta styður því enn það sjónarmið að 65. gr. stjórnarskrárinnar sé í eðli sínu efnis- regla sem banni mismunun innan gildissviðs síns. Það eru fleiri atriði sem styðja þessa túlkun á jafnræðisreglunni. I greinar- gerðinnni er tekið fram að jafnræðisreglan: ... fái verulega rýmra gildissvið en reglur á borð við fyrrnefnda 14. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu því í reglu frumvarpsins er ekki aðeins skírskotað til þess að allir skuli njóta mannréttinda án mismununar, heldur er henni ætlað að gilda á öllum sviðum löggjafar og veita öllum jafna lagavernd.46 Ekki er hér gerður skýr greinarmunur á útskýringum á gildissviði og eðli jafnræðisreglunnar. Hin tilvitnaða setning á skýrum orðum við um gildissvið reglunnar og slær því föstu að reglan gildi ekki aðeins á sviði mannréttinda heldur einnig á öllum sviðum löggjafar eins og skýrt var í kafla 4 hér að framan. Hinsvegar fjallar setningin einnig um eðli jafnræðisreglunnar sem efnisreglu þegar hún greinir frá því að reglan banni mismunun og veiti öllum jafna laga- vernd. Hugtakanotkun á sviði lagalegra jafnræðisreglna er langt því frá að vera samræmd. Raunar er töluverður óskýrleiki við lýði um inntak hugtakanna sem notuð eru, svo sem „allir eru jafnir fyrir lögum“, „jöfn lagavernd“ og „bann við mismunun“.47 Öll þessi hugtök er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar eða greinargerðinni án þess að þau séu skýrð þar nema með gagnkvæmum tilvís- unum. Setningin sem vitnað var í er sett fram í tengslum við umræðu um 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi. Þegar skilja á hana er því eðlilegt að líta til merkingar hugtakanna í þessum alþjóðasamningum. 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er svohljóðandi: Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, 45 Greinargerð, bls. 16. 46 Greinargerð, bls. 17 (áherslum bætt við hér). 47 í enskri þýðingu væri hér um að ræða hugtökin „all persons are equal before the law“, „equal protection of the law“ og „non-discrimination“. 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.