Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 56
stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, sambands við þjóð- ernisminnihluta, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.48 Það er enginn vafi á því að 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, innan síns takmarkaða gildissviðs, felur í sér efnislegan rétt til þess að þurfa ekki að sæta mismunun þar sem hann bannar slíka meðferð.49 14. gr. mannréttindasáttmálans er ekki eingöngu formleg regla sem varðar meðferð ríkisvalds eða beitingu laga hvert sem efnislegt inntak laganna eða aðgerða ríkisins nú er, heldur varðar hún efnislegt innihald laga og meðferð ríkisvaldsins.50 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er svohljóð- andi: Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mis- mununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun og ábyrgjast öllum mönnum jafna og raunhæfa vernd gegn mismunun svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.51 Samkvæmt alþjóðasamningnum er hugtakið „allir eru jafnir fyrir lögunum“ aðallega formlegt hugtak sem Ijallar um beitingu laganna, þ.e. það felur aðeins í sér beitingu laganna í réttarframkvæmd með sama hætti gagnvart öllum þeim sem lögin fjalla um samkvæmt efni sínu.52 Hinsvegar er hugtakinu „sömu laga- vernd“ samkvæmt alþjóðasamningnum beint gagnvart ríkisvaldinu, einkum löggjafanum og efni laganna en einnig dómsvaldi og framkvæmdavaldi, og 48 Mannréttindasáttmáli Evrópu, 14. gr., sjá Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar: Reykja- vík 1992, bls. 18. 49 Hugtakið „mismunun" er hér notað í sömu merkingu og hugtakið „manngreinarálit" í þýðingu Mannréttindasáttnrála Evrópu. Sjá neðanmálsgrein 41. 50 Hið efnislega innihald 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem draga má frá dóma- framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu er eftirfarandi í einfaldaðri mynd: Rfkið má ekki beita mismunandi meðferð um sambærileg mál nema fyrir því sé hlutlæg og sanngjörn réttlæting og að sú aðferð sem notuð er sé í samræmi við það markmið sem sóst er eftir. Sjá P. van Dijk og G.J.H. van Hoof: Theory and Practice of the European Convention on Human Rights, 2. ed., Deventer, 1990, bls. 539. 51 Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 26. gr., sjá Alþjóðlegir mann- réttindasáttmálar: Reykjavík 1992, bls. 81. 52 Sjá Manfred Nowak: U.N. Covenant on Civil and Political Rights CCPR Conmientary, N.P. Engel Publisher, Kiel, 1993, bls. 466. Sjá einnig E. W. Vierdag: The Concept of Discrimination in International Law with special reference to hunian rights, Haag, 1973, bls. 16-17 þar sem höfundur fjallar um hugtakið „allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ eða „equality before the law“. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.