Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 57
felur í sér efnislega kröfu um jafnrétti.53 Inntak hugtaksins „sömu lagavernd“ í
26. gr. alþjóðasamningsins felur bæði í sér neikvæða og jákvæða efnislega
kröfu til ríkisvaldsins. Hin neikvæða fjallar um það sem þessi tímaritsgrein er
takmörkuð við, þ.e. spuminguna um það hvort ríkisvaldinu sé sjálfu óheimilt að
mismuna í því sem það tekur sér fyrir hendur. Hin jákvæða krafa til ríkisvalds-
ins sem talin er felast í 26. gr. alþjóðasamningsins fjallar um það að ríkisvaldinu
sé skylt að hefjast handa um að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að tryggja
jafnræði og vernda gegn mismunun í þjóðfélaginu.54
Þar sem 65. gr. stjómarskrárinnar er svo greinilega ætlað að vera efnisleg
mælistika á gildi laga er augljóst að henni er ekki ætlað að vera eingöngu form-
leg regla svipuð hugtakinu „allir eru jafnir fyrir lögunum“ í 26. gr. Alþjóða-
samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Það væri auk þess í hróplegu
ósamræmi við hina annars víðtæku reglu 26. gr. alþjóðasamningsins, 14. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu og aðrar alþjóðlegar skuldbindingar íslands á
sviði mannréttinda s.s. samning um afnám alls kynþáttamisréttis og samning
um afnáms allrar mismununar gagnvart konum sem einnig er getið um í
greinargerðinni.55 Samkvæmt þeim tilgangi stjórnarskrárbreytinganna að færa
landsrétt að alþjóðlegum skuldbindingum rrkisins og með tilliti til þeirra
lögskýringareglna að skýra beri lög til samræmis við tilgang þeirra og alþjóð-
legar skuldbindingar ríkisins almennt væri óhugsandi að túlka jafnræðisregluna
með þeim hætti að hún sé ekki í eðli sínu efnisregla sem feli í sér efnisleg
réttindi.
Síðast en ekki síst er vert að nefna þá athugasemd í greinargerð að:
... reglan er öðrum þræði stefnuyfirlýsing sem varasamt er að taka of bókstaflega án
tillits til aðstæðna sem geta réttlætt eðlileg frávik frá þessu jafnræði fyrir lögunum.56
Málsgreinin sem þessi setning er tekin úr fjallar um það hvað bann við mis-
munun felur í sér en ekki það hvort slíkt bann sé fyrir hendi í jafnræðisreglunni.
Málsgreinin fjallar með öðrum orðum um það hvað beri að teljast nrismunun og
hvað beri að teljast lögmætur greinarmunur milli tilvika og í henni eru nefnd
dæmi um atvik sem teljast myndu heimill greinarmunur. Það er því alveg ljóst
að ekki er hægt að draga neina ályktun af athugasemdinni um að reglan sé
53 Sjá Lord Lester of Herne Hill og Sarah Joseph: Obligations of Non-Discrimination í David
Harris og Sarah Joseph (ritstj.): The International Covenant on Civil and Political Rights
and United Kingdom Law, Clarendon Press, Oxford, 1995, bls. 566.
54 Sjá Manfred Nowak: U.N. Covenant on Civil and Political Rights CCPR Commentary,
N.P. Engel Publisher, Kehl, 1993, bls. 469-479 þar sem hann fjallar um þessa tvo þætti sem
felast í 26. gr. alþjóðasamningsins.
55 Greinargerð, bls. 17.
56 Greinargerð, bls. 17.
113