Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 60
þessum kafla.62 Sú almenna jafnræðisregla og er þá ekki tekið tillit til sér- reglunnar um jafnrétti kynjanna sem stjómarskráin inniheldur er í öllum aðalatriðum hin sama efnislega og lögð var til í upphafi.63 Eins og hér hefur verið rakið er eðlilegast að túlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þannig að hún sé í eðli sínu efnisregla sem bannar mismunun og hefur víðtækt gildissvið á öllum sviðum mannlífs þar sem um er að ræða beitingu ríkisvalds. Reglan þannig túlkuð er hæf til að byggja rétt á gagnvart ríkisvaldinu fyrir dómi með víðtækum hætti. Að sjálfsögðu er það verkefni Hæstaréttar íslands að kveða á um það hvort og ef svo er hver efnisréttindi hin almenna jafnræðisregla hefur í tilteknu máli í sér fólgin. Það er hins vegar mikilvægt að koma ekki í veg fyrir eðlilega túlkun og þróun reglunnar með því að einbeita sér aðeins að göllum hennar og veita ekki öllum þeim atriðum sem túlkunina varða athygli. 6. SAMANTEKT Samkvæmt því sem rakið hefur verið í köflum 4 og 5 er niðurstaða mín eftirfarandi: a) Hin almenna jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinanr er í eðli sínu efnisregla sem felur í sér efnislegan rétt borgaranna sem unnt er að byggja rétt á fyrir dómi til þess að þurfa ekki að sæta mismunun. b) Hin almenna jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar er einnig leiðbein- ingar- og túlkunarregla. c) Hin almenna jafnræðisregla 65. gr. stjómarskrárinnar gildir jafnt um meðferð löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds. d) Hin almenna jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar gildir um öll svið mannlífs þar sem um er að ræða meðferð löggjafarvalds, dómsvalds og fram- kvæmdavalds e) Hin almenna jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar gildir bæði í lögfestum og ólögfestum tilvikum þar sem um er að ræða meðferð löggjafarvalds, dóms- valds og framkvæmdavalds. 62 Frá hinni upphaflegu jafnræðisreglu sem lögð var til voru gerðar þær breytingar í meðförum Stjórnarskrárnefndar að tekið var upp orðalagið „og njóta mannréttinda" eins og greint var frá í kafla 4 og að tekin var upp sérstök regla um jafnrétti kynjanna sem vikið var að í kafla 3. Sjá nefndarálit um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjómarskrá lýðveldisins fslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal 758, 118. löggjafarþing (1994-95), bls 4 og Breytingartillögur við frv. til stjómarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins fslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 759, 118. löggjafar- þing (1994-95), bls 1. 63 Sjá greinargerð, bls. 16-18. 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.