Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 5
vegna starfa þeirra. Hins vegar að á nefndin að setja reglur um hver aukastörf dómara geti samrýmst embættisstörfum þeirra. Valdsvið nefndarinnar nær jafnt til hæstaréttardómara og héraðsdómara. Þá á nefndin að setja reglur um að hvaða marki sé samrýmanlegt embættisstörfum dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Því ber að fagna að ítarlegri reglur hafa verið settar um agamál dómara en áður voru í lögum og einnig því að betra skipulagi er komið á kvörtunarleiðir vegna embættisstarfa dómara. Þá er harla eðlilegt að reglur séu settar um auka- störf dómara. Vafasamara er að afskipti af hlutareign dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum fái í raun staðist. Má þar velta fyrir sér almennum mann- réttindum og sömuleiðis benda á að ítarlegar reglur eru í lögum um vanhæfi dómara í einstökum dómsmálum. Það gefur auga leið að með þessu og reyndar á ýmsan annan hátt eru dómurum settar þrengri skorður en öðrum þegnum þjóðfélagsins, flestum að minnsta kosti, og hlýtur að verða litið til þess af þeim sem ákveða kaup og kjör dómara. Heimildir í lögunum til að dómarar flytjist á milli dómstóla að eigin ósk eða með samþykki eru til bóta. Það ákvæði laganna að heimilt sé að flytja dómara nauðugan á milli dómstóla, þótt ekki sé í lengri tíma en sex mánuði á hverju tíu ára tímabili, hefur sætt mikilli gagnrýni dómara. Sömuleiðis það ákvæði að flytja megi dómara nauðugan á milli dómstóla þurfi hann ekki að flytja búferlum fyrir vikið. Það má með fullum rétti velta því fyrir sér hvort þessi ákvæði laganna standist ákvæði stjómarskrárinnar um sjálfstæði dómara. A það skal bent að í grein um sænska dómstóla sem birtist í síðasta hefti tímaritsins er fullyrt að Svíar myndu líta á ákvæði af þessu tagi sem stjómarskrárbrot. Þá er ekki gert ráð fyrir í lögunum að dómarafulltrúar starfi áfram við dóm- stólana. Þeirri merku stétt er nú greitt náðarhöggið eftir leiðinlegan aðdraganda sem hófst með dómi Hæstaréttar 18. maí 1995, en þá höfðu dómarafulltrúar starfað við dómstóla landsins í nær 60 ár. Yfirgnæfandi meirihluti starfandi dómara landsins hefur gegnt störfum dómarafulltrúa í lengri eða skemmri tíma og fengið þar staðgóða þjálfun og undirbúning fyrir dómarastarfið. Hlýtur nú að verða spurt hvar þeirrar þjálfunar sé að leita sem dómaraefnum framtíðarinnar er nauðsynleg. Hér er um alvarlegan vanda að ræða sem enginn hefur bent á hvernig verður leystur, síst þeir sem hæst hefur látið í um stöðu dómarafulltrúa í dómskerfinu. Á þeim lögum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni mætti lengi halda áfram að segja kost og löst, en hér skal staðar numið. Ef vel tekst til með framkvæmd laganna má telja vafalaust að þau geta orðið til umtalsverðra bóta þegar á allt er litið. Full ástæða er til þess að vona að svo verði. 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.