Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 6
Dr. Helgi Gunnlaugsson er dósent í félagsfrœði við Félagsvísindadeild Háskóla Islands. Hann lauk doktorsprófi frá Missouriháskóla í Bandaríkjunum árið 1992 þar sem hann sérhœfði sig í félagsfrœði laga og afbrotafrœði. Hann kennir m.a. afbrotafrœði í Félagsvísinda- deild. Dr. Helgi Gunnlaugsson: AFBROT, REFSINGAR OG AFSTAÐA ÍSLENDINGA1 I grein þessari er þróun afbrota rakin í Ijósi gagna lögreglu yfir fjölda og tegundir mála síðasta áratuginn. Jafnframt er vísað í rannsóknir á viðhorfum Islendinga til afbrota og á umfjöllun fjölmiðla um afbrot. í framhaldi verða hugmyndir um hertar refsingar metnar í Ijósi rannsókna um áhrifamátt þeirra til að draga úr tíðni afbrota. Fram kemur að þótt áhyggjur afafbrotum hafi aukist mjög á síðustu árutn og umfjöllun fjöl- miðla um afbrot sömuleiðis virðist sem málafjöldi hafi ekki breyst ýkja mikið, nema innbrotum hefur fjölgað verulega. Um áhrifamátt refsinga er því haldið fram að uppljóstrun brota, skjót og markviss málsmeðferð í réttarvörslukerfinu skipti jafiivel meira máli en áhersla á hertar refsingar einar og sér. 1. INNGANGUR Það hefur vafalítið ekki farið framhjá mörgum að umræða um afbrot og viðbrögð við þeim hefur verið óvenju áberandi á Islandi á síðustu misserum. Ofbeldi ýmiss konar er talinn vaxandi vandi og bera reglulegar fréttir af margvíslegum óhæfuverkum, auk greinaskrifa í fjölmiðlum og ýmis málþing um málefnið, því glöggt vitni. Meðal annars hefur ráðherra dómsmála blandað sér í umræðuna með eftirminnilegum hætti haustið 1996 þegar hann við vígslu hinnar nýju byggingar Hæstaréttar brýndi dómara á því að taka harðar á 1 Byggt á erindi sem höfundur flutti á Dómsmálaþingi 7. nóvember 1997 á Grand Hotel í Reykja- vík sem bar yfirskriftina: Eru refsingar of vægar á Islandi? 90

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.