Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 8
Tafla 1. Fjöldi og tegundir mála hjá RLR 1988-1996
Tegundir afbrota 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Innbrot 1.298 1.575 1.575 1.468 1.837 1.873 2.208 2.415 2.236
Þjófnaðir 1.198 1.553 1.418 1.219 1.337 1.423 1.479 1.456 2.3544
Önnur auðgunarbrot — 3.165 2.569 2.412 3.420 2.382 1.240 1.258 424
Nauðgun 31 18 15 17 17 25 26 19 20
Tilraun til nauðgunar — 2 6 3 4 3 10 6 —
Önnur kynferðisbrot 66 59 62 71 65 69 83 84 55
Manndráp 6 0 1 3 2 1 0 0 0
Tilraun til manndráps — 2 0 2 5 1 0 1 1
Annað ofbeldi 133 125 101 98 90 91 90 93 105
Lítum á ofbeldismál sem hafa verið talsvert áberandi í opinberri umræðu.
Samkvæmt gögnum RLR hefur fjöldi líkamsárása og líkamsmeiðinga verið
tiltölulega stöðugur á síðustu árum eða jafnvel minnkað og hefur enn ekki náð
því hámarki sem varð undir lok síðasta áratugar. Sama má raunar segja um
kynferðisbrot. Og jafnvel þó við höfum upplifað tvö manndrápsmál á höfuð-
borgarsvæðinu á síðasta ári (1997) hefur fjöldi slíkra mála hjá RLR samt að
jafnaði verið minni á þessum áratug en þeim síðasta.
Einnig er athyglisvert í þessu samhengi að skoða fjölda þeirra sem leitað hafa
til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna ofbeldis sem þeir hafa verið
beittir.5 Fram kemur að hlutfall þeirra jókst ekki svo marktækt geti talist á
tímabilinu 1975 til 1995 ef tillit er tekið til íbúafjölda í Reykjavík. Þetta hlýtur
að koma talsvert á óvart miðað við hvað ýmsar samfélagsforsendur breyttust á
þessu tímabili. Nægir að nefna hér t.d. tilkomu frjálsra fjölmiðla með auknu
ofbeldisefni og vaxandi innreið fíkniefna sem fáeina þætti sem taldir hafa verið
ofbeldishvetj andi.
Samanlagt sýna gögn RLR að óneitanlega hafa orðið einhverjar hræringar í
þróun afbrota á síðustu árum á höfuðborgarsvæðinu. En þó fjölmiðlar færi
okkur sífellt fréttir af margvíslegum óhæfuverkum sem setja skiljanlega ugg að
okkur og að tilfinning margra sé að afbrot séu bæði snöggtum tíðari og
alvarlegri en áður, bendir í raun fátt til þess að fjöldi afbrota hafi farið verulega
úr böndum á síðustu árum. Og enn eru alvarleg afbrot á Islandi hlutfallslega
fátíðari en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Taflan hér fyrir neðan, sem
byggð er á gögnum frá Lögreglunni í Reykjavík og ársskýrslu Interpol yfir
tiltekin afbrot í höfuðborgum Norðurlandanna árið 1993 miðað við 100 þúsund
íbúa, staðfestir þetta:6
4 Þessi tala er fjöldi brota en ekki mála eins og árin á undan. Brot eru yfirleitt talsvert fleiri en mál
en hvert einstakt mál felur iðulega í sér fjölda brota.
5 Skýrsla um útbreiðslu ffkniefna og þróun ofbeldis. Forsætisráðuneytið, apríl 1996.
6 Sjá tilvísun 5 hér að framan.
92