Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 9
Tafla 2. Tíðni afbrota í höfuðborgum Norðurlandanna árið 1993 samkvæmt gögnum Interpol og Lögreglunnar í Reykjavík Morð Nauðgun Grófar líkamsárásir Þjófnaðir Fíkniefna- brot Reykjavík 0,91 9,90 3,40 3,30 163 Kaupmannahöfn 2,79 15,00 283,00 17,00 2.196 Osló 2,53 17,00 67,00 9,70 735 Stokkhólmur 5,48 28,00 53,00 15,30 655 Helsinki 2,22 13,00 41,00 8,40 230 Eins og sést á þessu yfirliti eru alvarleg afbrot eins og manndráp, nauðganir og grófar líkamsárásir fátíðari hér en gengur og gerist í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna. 3. SKÝRINGAR Á AUKNUM ÁHYGGJUM En hvernig getum við skýrt auknar áhyggjur fólks af afbrotum, sérstaklega ofbeldisbrotum, sem hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og flestir álíta fara vaxandi á Islandi? I þessu samhengi er hægt að vitna aftur í viðhorfarannsóknir höfundar en mun fleiri töldu afbrot vera alvarlegt vandamál á íslandi árið 1997 en bæði 1989 og 1994. Einnig álitu mun fleiri ofbeldisbrot vera alvarlegasta brotavandamálið árið 1994 en fimm árum áður.7 Eðli ofbeldisverka hefur ef til vill breyst í gegnum tíðina en þetta þyrfti þó að rannsaka betur. Hugsanlega hefur tilviljunarkenndara og jafnvel grófara ofbeldi án sýnilegrar ástæðu milli ókunnugra fjölgað á síðustu árum og að þessi mögulega eðlisbreyting skýri að einhverju leyti auknar áhyggjur af ofbeldi. Áður fyrr má vera að ofbeldi hafi einkennst meir af persónulegum illdeilum, oft í ölæði, sem reynt var að leysa með handalögmálum en tilefnislaust ofbeldi hafi verið fátíðara. Þessi eðlisbreyting ofbeldis gæti jafnframt endurspeglað þróun íslensks samfélags úr fámennu bændasamfélagi þar sem samskipti voru náin og milli tiltölulega fárra yfir í iðnvætt þjónustu- og borgarsamfélag þar sem samskipti eru bæði fjölþættari og ópersónulegri við fjölmarga aðila. Við þessar breyttu aðstæður er ofbeldi skynjað sem meiri ógnun en áður enda hafa rannsóknir fræðimanna sýnt að það dregur úr umburðarlyndi gagnvart ofbeldi eftir því sem ten^sl gerenda og þolenda eru fjarlægari og ópersónulegri (Rossi et.al., 1974). I þessu samhengi má benda á að ofbeldi innan fjölskyldna hefur lengi viðgengist, jafnvel í ríkari mæli en götuofbeldi, en hefur yfirleitt verið sýnt meira umburðarlyndi bæði af almenningi og yfirvöldum (Goode, 1997). Að auki lenda þess háttar mál sjaldnast á útsíðum blaða eða í fréttatímum ljósvakamiðla (Gelles og Straus, 1988). Þessi tvískinnungur er þó vonandi á 7 Sjá tilvísun 2 hér að framan. 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.