Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 11
ingar hljóti að fæla borgarana frá afbrotum auk þess sem viðkomandi brota- manni er refsað á tilhlýðilegan hátt, hljómar viðkvæðið. Samhliða auknum áhyggjum íslendinga af afbrotum sýna rannsóknir, sem höfundur hefur staðið fyrir, að vaxandi meirihluti telur að refsingar séu almennt of vægar hér á landi og vill því óbeint herða þær.11 Ýmislegt bendir reyndar til þess að refsingar hafi verið hertar á allra síðustu misserum. Heldur fleiri virðast sitja lengur inni en áður og fangafjöldi hefur vaxið, þó hann sé enn minni en víðast hvar í Vestur Evrópu.12 Að auki höfum við verið að sjá tiltölulega þunga dóma upp á síðkastið og jafnvel þyngri en áður, sérstaklega dóma er tengjast fíkniefnum, en þetta verður þó að rannsaka betur. En hvað hafa rannsóknir sýnt er varðar áhrif hertra refsinga í baráttunni við að draga úr glæpum í samfélaginu? I stuttu máli má segja að rannsóknir fræðimanna bæði vestan hafs og austan sýni að jafnvel stórhertar refsingar hafi almennt ekki meir en tímabundin áhrif í mesta lagi á tíðni afbrota.13 Hvers vegna? Skýringarnar eru margþættar og markast einnig að hluta til af eðli brot- anna og brotamannanna sjálfra (Conklin, 1998). Ef brotin eru markmiðsbundin og krefjast fyrirhyggju eins og t.d. flóknari viðskiptabrot og viðkomandi brotamaður jafnframt lítið tengdur afbrotaatferli að öðru leyti virðist sem hertar refsingar geti í sumum tilfellum fælt frá slíkum afbrotum; að það sé hægt að beita viðurlagakerfinu markvisst til að hafa áhrif á brotastarfsemi af þessu tagi (Braithwaite og Geis, 1982). Hvað snertir önnur afbrot gilda hins vegar stundum önnur lögmál. Stundum heyrast raddir um að það eigi að refsa harðar fyrir ofbeldisbrot en fyrir fjármunabrot þar sem ofbeldisverk stefni lífi okkar og heilsu í hættu á meðan fjármunabrotin snerti eingöngu forgengilega hluti sem ætíð sé hægt að endur- heimta meðan því er ekki alltaf að heilsa með líf okkar og limi. Þetta eru skiljanleg viðbrögð og þau heyrast stundum. En einnig verður að hafa í huga og taka með í refsimatinu að mörg ofbeldisbrot, m.a. sum manndráp og líkams- meiðingar, eru stundum persónulegir harmleikir og brotin framin í hita augna- bliksins án mikillar fyrirhyggju og því kemur kalt mat á þyngd refsinga væntanlega lítið við sögu og hefur þar af leiðandi ekki sýnt að fæli frá slíkum brotum (Chambliss, 1969). Tildrög brotanna, brotaásetningurinn, verður því einnig að koma inn í refsimatið ásamt öðru eins og eðli brotanna sjálfra og brotasögu viðkomandi brotamanns. Sum auðgunarbrot eru aftur á móti fyrirfram áformuð þar sem jafnvel sérfræðikunnátta og starfsaðstaða er hagnýtt til að féfletta samborgarana, oft 11 Sjá tilvísun 2 hér að framan. 12 Sjá ársskýrslur Fangelsismálastofnunar ríkisins fyrir síðustu ár og Helgi Gunnlaugsson: (1998) Social Structure and Boundary Maintenance: The Social Reality of Crime in Iceland. í handriti. 13 Sjá t.d. Beware of Punishment: On the Utility and Futility of Criminal Law, í ritstjóm A. Snare (1995). Scandinavian Studies in Criminology. Vol. 14. Pax Forlag. Hér er að finna greinar eftir norræna afbrota- og lögspekinga sem allar lýsa efasemdum um réttmæti og árangur hertra refsinga í glímunni við afbrot. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.