Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 17
1. FORSAGA2 Það er ástæða til að ætla að hin sameiginlega mynt - evróið - öðlist gildi, eins og ráðgert var, þann 1. janúar 1999.3 Áætlað er að frá þeim degi komi evróið í stað áður sjálfstæðra gjaldmiðla þeirra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði til að taka þátt, án undanþágu,4 í þriðja áfanga Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Af hagkvæmnisástæðum verða gjaldmiðlar aðildarríkjanna áfram í umferð sem peningaseðlar og mynt á svokölluðum aðlögunartíma (sjá síðar). Gjaldmiðlar aðildarríkjanna munu standa í föstu og óafturkallanlegu gengis- sambandi við evróið og þar með einnig hver gagnvart öðrum. Sé t.d. gengis- sambandið milli evrósins og þýsks marks (DEM) 1:2 og sambandið milli evrósins og fransks franka (FRF) 1:5 verður sambandið milli þýsks marks (DEM) og fransks franka (FRF) 1:2,5. Þetta samhengi gjaldmiðla mun standa þar til evróið verður gefið út sem peningaseðlar og mynt og síðan er seðlar og mynt einstakra ríkja verða innleyst í skiptum fyrir evróið. Á aðlögunartímanum munu evróið og gjaldmiðlar einstakra ríkja verða notaðir samhliða en í aðalatriðum á tveimur greiðslusviðum: evróið verður notað milli seðlabankanna og milli seðlabankanna og annarra banka á einu greiðslusviði, en almenningur mun áfram nota gjaldmiðla einstakra ríkja á öðru greiðslusviði. Á aðlögunartímanum munu peningaseðlar og mynt eingöngu fást í gjaldmiðli einstaks ríkis en frá 1. janúar 2002 verður evró peningaseðlum og mynt dreift. Eftir það verða seðlar og mynt í gjaldmiðli einstakra ríkja innleysanleg í skiptum fyrir evró seðla og mynt. 2 Fjöldi heimilda er til um fræðileg atriði og framkvæmdaatriði sem lúta að gildistöku evrósins, bæði frá yfirvöldum, viðskipta- og hagsmunaaðilum í Evrópusambandinu og í aðildarríkjunum, fjármálastofnunum og alþjóðlegum félögum á ýmsum fagsviðum. Hér má sérstaklega nefna ritröð Framkvæmdastjómarinnar „Euro Papers", sem hefur það að markmiði að fjalla um álitaefni sem lúta að gildistöku evrósins, og ritraðimar „Economic Papers" og „European Economy", þar sem finna má efni um evróið og um Efnahags- og myntbandalag Evrópu. A heimasíðu Evrópusam- bandsins á alnetinu má einnig finna síðu Framkvæmdastjómarinnar um evróið (http://europa. eu.int/euro). Af birtum norskum heimildum má t.d. nefna Andreas Sand og Anders Svor: „Euro -innfpringen - konverteringsscenariet og rettslige konsekvenser for finansiell formue i EU-valutaer“ í ritinu Penger og kreditt (Norges Banks kvartalsskrift), nr. 4/1997, bls. 509-516. 3 Um almenn atriði, m.a. um þróun EMU sumarið og haustið 1997, sjá greinar höfundar „En status for den felles valuta og utviklingen i EU“ í Tidsskrift for forretningsjus, nr. 2 1997, bls. 65-74 og „Euroen - en aktuell oversikt" í 0konomisk Revy (Den norske bankforenings tidsskrift), október 1997, bls. 26-30. 4 Rómarsamningurinn notar skilgreininguna „aðildarríki án undanþágu" um þau aðildarríki sem fullnægja skilyrðum til að taka þátt í evró-svæðinu. Með evró-svæði er átt við landssvæði aðildarríkja, þar sem evróið verður tekið upp sem gjaldmiðill. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.