Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 20
miðli ríkis og evró á aðlögunartímanum) og um umreiknings- og innlausnar- gjöld. Þá er frekari lagasetning möguleg að því er lýtur að reglum um peninga- fölsun o.fl. Loks geta komið upp önnur atriði, sem nauðsynlegt er að setja fyrirmæli um. 4. SKILGREININGAR Reglugerðirnar geyma nokkur mikilvæg hugtök, sem skilgreind eru í upphafi og eru það lögbundnar skilgreiningar. Peningaeiningar ríkja vísa til peningaeininga þeirra aðildarríkja sem taka þátt án undanþágu í þriðja áfanga EMU (til þeirra er jafnan vísað sem „þátt- tökuríkja“). Peningaeiningin er ákveðin í samræmi við peningarétt aðildarríkis daginn áður en þriðji áfangi hefst. Aðlögunartíminn táknar tímabilið 1. janúar 1999 til 31. desember 2001. Gengissambandið milli gjaldmiðla þátttökuríkjanna og evrósins verður endan- lega fastsett frá upphafi aðlögunartímans og gengi hvers ríkis verður birtingar- mynd evrósins. Sameiginleg peningastefna, sem byggir á evróinu, verður til, þar sem evróið verður notað í peningaviðskiptum. A aðlögunartímanum munu þó aðeins peningaseðlar og mynt einstakra ríkja vera í dreifingu sem lögeyrir. Hugtakið lagaákvæði/löggerningar (n. rettslige instrumenter)13 er mikil- vægt hugtak og tekur yfir löggjöf og aðrar reglur, m.a. stjórnsýslufyrirmæli, niðurstöður dómstóla, samninga,14 einhliða yfirlýsingar, greiðslueyri (annan en peningaseðla og mynt) og aðrar þær ákvarðanir og yfirlýsingar sem hafa réttar- áhrif. í 109. gr. L (4) Rs. (123 (4) gr. Rs.) segir m.a. að „[Ráðið skuli] ákveða reiknigengi fyrir gjaldmiðla [þátttökuríkjanna] sem skuli vera fastsett og óafturkallanlegt, svo og með hvaða óafturkallanlega fastsetta gengi ECU skuli koma í stað þessara gjaldmiðla og vera sjálfstæður gjaldmiðill“. Reiknigengi (n. omregningskurs) er það hugtak sem notað er í reglugerðinni um hið óafturkall- anlega fastsetta gengi milli evrósins og gjaldmiðils þátttökuríkis. Reiknigengið verður ákveðið í sambandi við framkvæmd þriðja áfanga. Endurviðmiðun15 er hugtakið yfir þá aðstöðu að fjárhæð sem gefur til kynna útistandandi skuld í peningaeiningu ríkis verður breytt í evróeiningu á reiknigengi. Endurviðmiðunin á ekki að breyta öðrum skilyrðum í sambandi við skuldina. I hinni lögbundnu skilgreiningu (1. gr.) er talað um endur- ákvörðun í sambandi við skuldir.16 Tilgreining annarra fjárhæða en tilgreining 13 Hugtökin eru á dönsku „retslige instrumenter", á sænsku „rattsliga instrument“, á ensku „legal instruments", á þýsku „Rechtsinstrumente" og á frönsku „instruments juridiques". 14 í níundu forsendu aðfararorða reglugerðarinnar er tekið fram að hugtakið „samningur" taki til allra samningsgerða, án tillits til þess hvernig til samningsins er stofnað. 15 Hugtökin eru á dönsku „redenominere", á sænksu „att ándra valutaenhet", á ensku „rede- nominate", á þýsku „umstellen" og á frönsku „relibeller". 16 Sbr. „...changing the unit in which the amount of outstanding debt is stated...“ (auðkennt hér). 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.