Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 24
gjaldmiðils ríkis, þ.e.a.s. ekki er beitt svokölluðu öfugu reiknigengi. Reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að gengishagnaður myndist við skipti milli gjaldmiðla.25 Samkvæmt 4. gr. (4) reglugerðarinnar skal við alla gengisútreikninga milli þátttökuríkja nota gengi gagnvart evrói, þ.e.a.s. virði fransks franka miðað við þýskt mark er ákveðið með reiknigenginu FRAævró og þvínæst reiknigenginu DEMævró. Ástæða þessa er að tvíhliða reiknigengi geta leitt til ónákvæmni og/eða ósamræmis. í 5. gr. reglugerðarinnar er mælt fyrir um námundun vegna gengisútreikn- ings. Yið útreikning fjárhæðar frá gjaldmiðli ríkis til evrósins er meginreglan sú að færa niður í næsta sent, en upp í næsta sent ef niðurstaðan er nákvæmlega helmingur. Umreikning evrós til gjaldeyris þátttökulands skal námunda eftir sömu meginreglu. Það leiðir af elleftu forsendu reglugerðarinnar, að reglur um námundun koma ekki í veg fyrir að beitt verði reglum landsréttar, framkvæmd eða föstum venj- um um námundun sem leiðir til nákvæmari niðurstöðu í „milliútreikningum". Hér er um að ræða tilvik þar sem um margar fjárhæðir er að ræða áður en samtala fæst og meiri nákvæmi næst við námundun einstakra fjárhæða en samkvæmt meginreglunni um námundun að næsta senti.26 Meginreglan á samt sem áður við um námundun samtölunnar. Við vinnslu reiknitaflna verður að taka tillit til reglna og framkvæmdar um námundun. 8. SEÐLABANKAR Milli ESB og seðlabanka þátttökuríkja og milli seðlabanka þátttökuríkjanna innbyrðis verður evróið reiknieining frá L janúar 1999, sbr. 4. gr. reglugerðar- draganna. Evróið verður því megingjaldmiðillinn fyrir fjárstjómaraðgerðir. Mikilvægt fjárstjórnarhlutverk seðlabankanna felst í myndun lausafjár og greiðslumiðlun. Þetta hefur einkum í för með sér að framkvæmd ESBK á mark- aðinum og inneignir og reikningar einkabanka hjá seðlabönkum verða byggðir á evrói.27 Sameiginlegu greiðslumiðlunarkerfl verður komið á fót, sem nefnist Trans-European Automated Real-Time Gross Settlement Express Transfer (TARGET)28 og verður það meginuppistaðan í greiðsluflæðinu við upptöku sameiginlegrar peningastefnu. 25 Sjá Euro Papers. „Legal framework for the use of the euro“, bls. 10. 26 Eitt evró gæti t.d. haft fast gengi sem 2014 ítalskar lírur og eitt sent væri þá 20,14 lírur. ftalskar reglur eða framkvæmd gætu heimilað nákvæmari námundun en námundun að næsta senti, fyrir slfka „milliútreikninga". Það skal tekið fram, að dæmið segir ekkert til um líkur á því að Ítalía taki þátt í evró-svæðinu frá 1. janúar 1999. 27 Þó að reiknieining Evrópusambandsins og seðlabanka þátttökuríkja verði evró, hindrar það ekki að seðlabankar ríkjanna geti haft reikninga í gjaldmiðli ríkisins á aðlögunartímanum. Þörf fyrir slíkt getur verið fyrir hendi í sambandi við bankaviðskipti ríkisins eða gagnvart starfsmönnum, sbr. nfunda lið aðfararorða reglugerðardraganna. 28 Sjá neðanmálsgrein 65. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.