Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 25
Notkun ESBK á evrói sem reiknieiningu mun því leiða til einsleitrar peningastefnu. í skilningi hagfræðinnar má því segja að sameiginlegum gjald- miðli hafi verið komið á fót. A aðlögunartímanum má tilgreina fjárhæð í evrói, eða í gjaldmiðli ríkis á evró-svæðinu án þess að það hafi nokkur áhrif á kaup- getu fjárhæðarinnar. Hið endanlega, fastákveðna reiknigengi og meginreglurnar um samhengið milli evrósins og gjaldmiðla þátttökuríkja tryggja þessa niður- stöðu. 9. GILDI SAMNINGA í sjöundu forsendu aðfararorða reglugerðarinnar er vísað til þeirrar almennt viðurkenndu meginreglu, að gildistaka nýs gjaldmiðils hafi ekki áhrif á gildi samninga og annarra réttarskapandi gerða, og að reglan skerði ekki almennt samningsfrelsi. Þar sem aðilar samnings hafa komið sér saman um ákveðin réttaráhrif í samningssambandinu með hliðsjón af gildistöku evrósins gildir sá sérstaki samningur milli þeirra. Ráðið vísar til þess að það sé hagkvæmt að staðfesta með skýrum hætti meginregluna um gildi samninga í tengslum við gildistöku evrósins.29 Frávíkjanleg regla er í 3. gr. reglugerðarinnar um að gildistaka evrósins: - breyti ekki skilyrðum í löggerningum - leysi ekki undan skyldu til að efna skuldbindingu og réttlæti ekki vanefndir löggernings - veiti aðila ekki rétt til að breyta eða segja upp löggerningi I sjöundu forsendu kemur skýrt fram að reglan um gildi samninga feli í sér, að ekki skuli breyta umsömdum vöxtum vegna gildistöku evrósins. Öll slík atriði ráðast af ákvæðum samningsins sjálfs. I mörgum samningum, sérstaklega í alþjóðlegum lánssamningum, eru vextir oft ákveðnir viðmiðunarvextir, s.s. FIBOR, sem stendur fyrir „Frankfurt Interbank Offered Rate“.30 Reglugerðimar hafa ekki að geyma ákvæði um álita- efni sem kunna að rísa í þessu efni,31 en ganga verður út frá því, í því tilviki að ágreiningur rísi, að miða verði við sambærilega viðmiðunarvexti.32 í Frankfurt mun DEM-FIBOR t.d. verða leyst af hólmi af evró-FIBOR. 29 Sbr. einnig neðanmálsgrein 10. 30 Þetta eru þeir vextir sem notaðir eru á peningamarkaði (millibankamarkaði) f Frankfurt og eru birtir daglega í kerfi þeirra sem þátt taka. Viðmiðunarvextir á öðrum fjármálamörkuðum eru auðkenndir með svipuðum hætti, t.d. LIBOR fyrir fjármálamarkað í London. 31 Ekki var talin ástæða til að mæla fyrir um slík álitaefni með hliðsjón af þeim afbrigðum sem eru við notkun viðmiðunarvaxta og áhrifa á þá einkaaðila sem birta vextina, sbr. Euro Papers. „Legal framework for the use of the euro“, bls. 9. 32 Framkvæmdastjórnin hefur bent á að reynslan sýni að ,,[if] parties were not able to agree on the replacement of a reference rate, courts have in general tried to ensure the execution of the contract by taking a new reference rate which is as close as possible to the old one“, sbr. European Economy. „Legal Framework for the use of the euro“, bls. 5. 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.