Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 27
löggerningi, á að efna með eignfærslu á reikning kröfuhafa, t.d. í Þýskalandi,
skuli greiðast að vali skuldara í evró (þótt samningsgjaldmiðill sé þýskt mark
(DEM)) eða í þýskum mörkum (DEM) (þótt samningsgjaldmiðill sé evró).35
Hugmyndin er, að (eingöngu) lánastofnun kröfuhafa sjái um umreikninginn.
Beita skal hinu fastákveðna reiknigengi. Akvæðinu er ekki aðeins ætlað að taka
til færslu inneignar, svo sem millifærslu milli reikninga, en einnig til skuld-
færslu, s.s. færslu tékka af reikningi skuldara á reikning kröfuhafa, og ekki er
skilyrði að reikningur skuldara (í dæminu) sé í Þýskalandi, sbr. þrettándu
forsendu reglugerðardraganna.
Önnur mikilvæg undantekning kemur fram í 8. gr. (4). í þessu efni mun
löggjöf aðildamkja mæla fyrir um frekari reglur.
I sjöttu forsendu reglugerðardraganna segir að lagaákvæði skuli túlka með
tilliti til þess að ekki sé gengisáhætta milli evrós og gjaldmiðla þátttökuríkja,
eða milli gjaldmiðla þátttökuríkjanna innbyrðis. I þessu felst að þar sem á það
reynir skal miða við að um sé að ræða fast gengissamband milli þessara gjald-
miðla, án nokkurrar fjárhagsáhættu.
í 14. gr. reglugerðardraganna er mælt skýrt fyrir um að við lok aðlögunar-
tímans skuli túlka tilvísanir löggerninga til gjaldmiðils ríkis sem tilvísanir til
evrósins, samkvæmt hinu fasta reiknigengi. Efndir samnings í t.d. þýskum
mörkum, skulu þannig fara fram í evró.37 Það er því ekki nauðsynlegt að gefa
út nýja skuldaryfirlýsingu, þótt slíkt geti verið hagkvæmt ef um langvarandi
skuldbindingar er að ræða.38
11. AÐ AÐLÖGUNARTÍMANUM LOKNUM
Eigi síðar en 1. janúar 2002 skal setja í umferð peningaseðla sem eru útgefnir
í evró og annars konar mynt (smápeninga) í evró eða sentum (cent).39 Sam-
kvæmt 10. gr. reglugerðardraganna setur Evrópski Seðlabankinn seðlana í
umferð svo og seðlabankar þeirra ríkja sem taka þátt í myntsamstarfinu. Frá
sama tíma að telja skulu aðildarríkin samkvæmt 11. gr. reglugerðardraganna
setja evrópumyntina (smápeninga) í umferð. Þessi munur á útgáfurétti á
mismunandi tegundum lögeyris byggist á þeirri sögulegu staðreynd að sam-
kvæmt gull eða silfurstöðlum var einungis gull eða silfurmynt flokkuð undir
35 Valmöguleikar skuldara eru í þessu samhengi háðir því að fjármálastofnun sú er skuldari skiptir
við bjóði síka þjónustu.
36 Umreikningur verður að fara fram í þeim tilvikum að skuldari velji að greiða með þýskum
mörkum, þegar reikningur kröfuhafa er í evró (eða öfugt), sbr. Euro Papers „Legal Framework for
the use of the euro“, bls. 5.
37 Það ræðst af þýskum peningakröfurétti (n. pengekravsrett) að hve miklu leyti greiðsla má fara
fram með peningaseðlum f þýskum gjaldmiðli, meðan sá gjaldmiðill er enn lögeyrir í Þýskalandi,
svo sem vera kynni í tiltekinn tíma eftir lok aðlögunartímans.
38 Sbr. Euro Papers. „Legal Framework for the use of the euro“, bls. 7.
39 Formleg ákvörðun um nákvæmar dagsetningar mun verða tekin um leið og reglugerðardrögin
verða samþykkt. Svo virðist sem stjómmálaleg samstaða sé um að ekki verði vikið frá dagsetning-
unni 1. janúar 2002.
111