Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 32
 réttaráhrif skulu einnig gilda um kröfur á greiðslur í evró eða í greiðslumiðli aðildarríkisins samkvæmt hinu fastsetta reiknigengi, ef það á við. Innan samninga geta aðilar yfirleitt samið um hvaða landsréttur skuli gilda um samninginn. Ef aðilar hafa ekki samið um þetta getur það ráðist af því hvaða landi samningurinn tengist aðallega. Við slíkt mat kemur til álita að leggja áherslu á ýmis atriði: samningsstaðurinn getur skipt máli við þetta mat (lex loci contractus); löggjöf í búseturíki skuldara getur haft áhrif (lex debitoris); einnig kann að vera rétt að leggja áherslu á löggjöfina á þeim stað sem efna á samninginn (lex loci solutionis); og hafi verið samið um varnarþing getur það auðveldlega leitt til þess að löggjöf þar sem samið hefur verið um varnarþing samkvæmt samningnum verði notuð (lex fori). Þegar um er að ræða kröfur um peningaskuld þá mun val aðila á þeirri mynt sem samningurinn kveður á um verða sérstaklega þýðingarmikið atriði þegar meta á tengslin samkvæmt fram- ansögðu. Hvar takmörkin liggja í samningsfrelsi aðila að þessu leyti ræðst að meginstefnu til af því hvernig lögum um lagaskil á sviði samningaréttar er háttað í hverju ríki og í sumum tilvikum að nokkru af alþjóðlegum samningum. En óháð því hvaða landsréttur er látinn gilda um einstaka samninga er til og viðurkennd sem almenn meginregla í lagaskilarétti að reiknieiningu í samn- ingum í lagalegum skilningi verður að skilgreina á grundvelli Iex monetae.54 13. RÍKI UTAN VIÐ EVRÓ-SVÆÐIÐ Innan Evrópusambandsins er þess að vænta að tvenns konar aðildarríki verði utan evró-svæðisins: þau ríki sem ekki uppfylla skilyrði til þess að fá afnumda undanþágu sína frá því að gerast aðilar að evró-svæðinu, og þau aðildarríki sem hafa samið um sérstaka tilhögun á myntsamstarfinu. Á þessu stigi er vart ástæða til þess að greina á milli þessara tveggja hópa með tilliti til þeirra lagalegu álitaefna sem kunna að koma til ef, og þegar, þessi aðildarríki ákveða að gerast aðilar að evró-svæðinu. Ætla má að meðferð á eigin gjaldmiðli þessara ríkja gagnvart evró geti fylgt þeirri meginlínu sem kveðið er á um í reglugerðunum. Ráð Evrópusambandsins mun taka formlega ákvörðun svo og aðrar ákvarðanir sem kunna að vera nauðsynlegar til þess að unnt verði að taka með skjótum hætti upp evró sem gjaldmiðil í viðkomandi aðildarríki, sbr. fjórðu forsendu í reglugerðardrögunum. 54 „In a contract which is subject to English law and which stipulates for the payment of a sum of foreign money, the law regulating that money „becomes for this purpose a part of the „proper law“ of the contract". „It is for this reason that the definition of what the stipulated unit of account means is referred to the lex monetae by a universally followed rule of the conflict of laws“, sbr. F. A. Mann: „The Legal Aspect of Money", bls. 538, 5. útg., London 1992. 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.