Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 45
mæli EES-samningsins virðist nærtækt fyrir þann sem orðið hefur fyrir tjóni vegna þessa að byggja bótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grunni að íslenska ríkið hafi brotið gegn 7. gr. EES-samningsins. Ríldð sé því skaðabótaskylt eftir almennum reglum skaðabótaréttar. Hér verður ekki nema að litlu leyti tekin afstaða til réttarreglna landsréttar um greint viðfangsefni heldur sjónum einkum beint að réttarstöðunni að EES-rétti.15 Með hugtakinu EES-réttur er átt við réttarheimildir sem eiga rætur sínar að rekja til réttarreglna EES. Er rétt að hafa það í huga að sumar réttarreglur verða taldar hluti af EES-rétti þótt þær eigi sér einnig stoð í innanlandsrétti. Stundum uppfyllir landsrétturinn kröfur EES- réttar að öllu leyti þannig að hvorki nýrra réttarreglna né breytinga á eldri reglum er þörf. Slíkar réttarreglur teljast hér til EES-réttar enda hafi þær verið samþykktar með EES-samningnum eða í sameiginlegu EES-nefndinni og séu því bindandi fyrir samningsaðila frá og með gildistökudegi þeirra, sbr. 104. gr. EES-samningsins. Tvær leiðir virðast einkum færar við að rökstyðja þá niðurstöðu að aðildar- ríkjum að EES-samningnum kunni að verða skylt að EES-rétti að greiða ein- staklingum á Evrópska efnahagssvæðinu bætur vegna brota gegn samningnum. Annars vegar er það athugunarefni hvort Francovich-málið verði talið með þeim dómum sem falla undir ákvæði 6. gr. EES-samningsins og hafi þar af leiðandi verið tekið yfir sem bindandi réttarheimild að EES-rétti og hins vegar er það álitamál hvort meginregla um skaðabótaábyrgð sé hluti af reglum EES- samningsins og verði þar greind í ljósi uppbyggingar og grundvallarreglna hans. Hér á eftir verður fjallað um þessi álitaefni. 2. FORDÆMISGILDI FRANCOVICH-MÁLSINS 2.1 Almennt um skýringu 6. gr. EES-samningsins í 6. gr. EES-samningsins er að finna svohljóðandi ákvæði: Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu ákvæða samnings þessa að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls Evrópubanda- laganna sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samnings þessa, þó að því tilskildu að þau séu efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála. 15 Samkvæmt þessu er spumingin um það hvort skaðabótaskylda aðildamkja að EES- samningnum gagnvart einstaklingum sé gildandi að EES-rétti eingöngu praktískt vandamál þegar slík ábyrgð verður ekki byggð á réttarreglum sem rót eiga í landsrétti. Hugsanlega kynnu því einhverjir að vera þeirrar skoðunar að heppilegra hefði verið að byrja á því að kanna hvaða rétt einstaklingar geta byggt á réttarreglum landsréttar þegar þeir verða fyrir tjóni vegna samningsbrota ríkis. Slíkri röksemdafærslu má þó allt eins snúa við. Um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart einstaklingum og lögaðilum vegna brota gegn EES-samningnum fjallar Finn Arnesen: „Om statens erstatningsansvar ved brudd pá E0S-avtalen“. (1997) TfR, 2. tbl., bls. 633-685. 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.