Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 47
dómstólsins verði annað hvort alfarið lagðir til grundvallar eða alls ekki heldur ber að greina þá niður í einstaka efnisþætti með það fyrir augum að kanna hverjir þessara efnisþátta eiga við um túlkun á réttarreglum EES. Til dæmis reyndi annars vegar á það í Francovich-máUnu hvort ákveðin tilskipun hefði bein réttaráhrif og hins vegar það hvort einstaklingar sem orðið höfðu fyrir tjóni vegna þess að aðildarríki hafði látið hjá líða að innleiða tilskipunina í landsrétt ættu rétt á skaðabótagreiðslu úr hendi ríkisins. Einungis síðamefndi efnisþátt- urinn skiptir máli fyrir umfjöllunina hér.21 Við skýringu á 6. gr. EES-samningsins verður einkum að hafa tvennt í huga. Hvaða dómar skipta máli og hvernig verður skorið úr um það hvaða ákvæði eru efnislega samhljóða? Verður nú vikið að þessum atriðum ásamt því að leita svara við þeirri spurningu hvort Francovich-máWð teljist með þeim dómum sem falla undir gildissvið 6. gr. en dómur í málinu var kveðinn upp fyrir 2. maí 1992.22 21 Til frekari skýringar skal tekið annað dæmi: í forúrskurðarmáli er Evrópudómstóllinn spurður tveggja spuminga. Annars vegar hvaða efnislega skilning beri að leggja í ákvæði X og hins vegar hvort ákvæði X hafi bein réttaráhrif. Svar dómstólsins við fyrri spumingunni er á þá leið að leggja beri tiltekinn skilning í ákvæði X, t.d. skilning A fremur en B, og við hinni síðari að ákvæði X hafí bein réttaráhrif. Hægt er að greina mál þetta niður í tvo efnisþætti. Annars vegar þann hvaða skiln- ing beri að leggja í ákvæði X, þ.e. skilning A, og hins vegar hvort ákvæðið hafi bein réttaráhrif, sem það hefur. Dómur Evrópudómstólsins var kveðinn upp einhvem tíma fyrir 2. maí 1992. Gefum okkur nú að dómari við fslenskan dómstól standi frammi fyrir því álitaefni hvemig skýra beri ákvæði í EES-samningnum sem er efnislega samhljóða ákvæði X. Dómarinn velur þann kost að vísa sömu spurningum og Evrópudómstóllinn hafði áður fjallað um til EFTA-dómstólsins. Fyrir EFTA-dómstólnum vaknar sú spurning hvaða fordæmisgildi áðumefndur dómur Evrópudóm- stólsins hefur. EFTA-dómstólnum bæri fyrst að greina dóm Evrópudómstólsins niður í fyrrgreinda tvo efnisþætti. Með vísan til 6. gr. EES-samningsins verður að ætla að honum beri að túlka ákvæði X í samræmi við skilning A ef sú túlkun gengur ekki lengra en takmarkanir samningsins heimila. Á hinn bóginn yrði dómstóllinn að hafna beinum réttaráhrifum ákvæðis X enda væri með viðurkenningu slíkra áhrifa brotið gegn gmndvallarsjónarmiðum að baki EES-samningnum. 22 Meðal fræðimanna eru nokkrir sem hafa velt þessari spumingu fyrir sér. Walter van Gerven er þeirrar skoðunar að 6. gr. EES-samningsins taki til Francovich-málsins og Vincent Kronenberger einnig. Davíð Þór Björgvinsson gengur ekki svo langt en útilokar það þó ekki og hið sama er að segja um Leif Sevón og Fredrik Sejersted. Enginn virðist á hinn bóginn þeirrar skoðunar að þennan möguleika beri með öllu að afskrifa. Sjá Walter van Gerven: „The Genesis of EEA Law and the Principle of Primacy and Direct Effect". The European Economic Area EC-EFTA, Institutional Aspects and Financial Services. Stuyck, J. og Looijestijn-Clearie, A. (ritstj.), Deventer-Boston 1994, bls. 45-46. (Greinin er einnig birt í (1992-1993) 16 Fordham Intemational Law Joumal, bls. 955-989); Vincent Kronenberger: „Does the EFTA Court Interpret the EEA Agreement as if it were the EC Treaty? Some Questions Raised by the Restamark Judgment". (1996) 45 ICLQ, bls. 212; Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar". (1995) 48 Úlfljótur, 2. tölublað, (Davíð Þór Björgvinsson) bls. 160; Leif Sevón: „Primacy and Direct Effect in the EEA. Some reflections". Festskrift til Ole Due, Kaupmannahöfn 1994, (Leif Sevón) bls. 352 og Fredrik Sejersted: E0S-rett, Senter for Europa-rett - Universitetet i Oslo, Universitetsforlaget, Oslo 1995, (Fredrik Sejersted) bls. 144. 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.