Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 52
mælir hins vegar gegn því að það taki til óskráðra meginreglna sem slíkra og má ætla að einungis veigamiklar röksemdir geti leitt til annarrar niðurstöðu.36 Fræðimenn sem vilja fella meginreglur undir 6. gr. EES-samningsins hafa bent á að tilgangur ákvæðisins sé að stuðla að einsleitni á Evrópska efnahags- svæðinu. í ljósi þess hversu meginreglur séu stór og mikilvægur þáttur EB- réttar myndi 6. gr. illa þjóna tilgangi sínum nema slíkar reglur gætu fallið þar undir. Það gæti því aldrei hafa verið ætlun samningsaðila að meginreglur féllu utan ákvæðisins svo framarlega sem þær skipta máli og fá samrýmst öðrum ákvæðum samningsins og uppbyggingu hans. Einungis þannig sé hægt að nálgast markmið EES-samningsins um einsleitni með viðunandi hætti.37 En spurning er hvort þessi sjónarmið fái að öllu leyti staðist. Að hvaða marki er markmiði EES-samningsins um einsleitni stefnt í hættu ef því er hafnað að 6. gr. taki til ólögfestra meginreglna? Svarið við spumingunni felst í því hvaða þýðingu það hefur að dómur falli undir gildissvið 6. gr. EES-samningsins. Sé komist að þeirri niðurstöðu að dómur uppfylli skilyrði 6. gr. er eins og áður hefur komið fram skylt að leggja hann til grundvallar við túlkun. En þótt dómur falli þar ekki undir og sé því ekki fordæmi í skilningi þess ákvæðis er varla ástæða til að ætla að hann hafi enga þýðingu. Stafar þetta af því að í þeim tilfellum sem túlkunarfyrirmælum 6. gr. verður ekki beitt geta dómar Evrópu- dómstólsins engu að síður skipt máli við túlkun á EES-samningnum en þá er um heimild að ræða en ekki skyldu.38 Þannig virðist raunveruleg þýðing ákvæðisins fyrst og fremst fólgin í því að árétta þá áherslu sem lögð er á það að dómstólinn í 31. mgr.: „... As with all provisions under which a State may adopt measures which derogate from the main principles of a Directive, Article 10(a) must be given a restrictive interpre- tation, and any measures undertaken on the basis thereof must be effective and proportionate. ..." Niðurstaða málsins var sú að sænsk lög, sem gerðu það að verkum að launþegi gat ekki tvisvar á jafnmörgum árum krafist bóta vegna ógreiddra vinnulauna í líkri atvinnustarfsemi, væru andstæð meðalhófsreglu. Má ætla að þama hafi EFTA-dómstóllinn litið tíl óskráðrar meginreglu EB- réttarins um meðalhóf (proportionality). Sjá hér einnig Leif Sevón: „The EEA Judicial System and the Supreme Courts of the EFTA States". (1992) 3 EJIL, bls. 338-339. 36 í frumvarpi til laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið segir í athugasemdum við 6. gr. EES-samningsins að ákvæði teljist aðeins vera efnislega samhljóða þegar efni þeirra og þar með talin markmið séu þau sömu. Er það sérstaklega sem dæmi nefnt að dómar Evrópudómstólsins um bein réttaráhrif og forgang EB-réttar eigi ekki við um túlkun EES-ákvæðanna þar sem ekki sé yfirfært löggjafarvald til stofnana EES. Sjá Alþt. 1992, A-deild, bls. 66. Má skilja þetta með þeim hætti að frumvarpshöfundar hafi litið svo á að aðrar meginreglur gætu hugsanlega faliið undir 6. gr. Ljóst er þó að varlega verður að fara í það að draga ályktanir af því sem stendur í greinargerð með frumvarpi til laga um EES. Ætla má að sú greinargerð hafi takmarkaðra gildi en almennt er um greinargerðir með lögum enda kemur þar ekki fram sameiginlegur skilningur samningsaðila að EES-samningnum. 37 Meðal annars byggt á þessari röksemd hefur því stundum verið haldið fram að jafnvel megin- reglumar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif hafi verið yfirteknar með 6. gr. EES-samningsins. 38 í þessum tilfellum er hugsanlegt að dómar Evrópudómstólsins um túlkun EB-réttar geti falið í sér röksemdir fyrir öndverðri niðurstöðu við túlkun EES-samningsins. Sjá Finn Arnesen: E0S- rett, Senter for Europa-rett - Universitetet i Oslo, Universitetsforlaget, Oslo 1995, bls. 166, og jafnframt dóm EFTA-dómstólsins 3. desember 1997 í máli E-2/97 Mag Instrument Inc. gegn Califormia Trading Company Norway, Ulsteen (enn ekki birt í skýrslum dómstólsins). 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.