Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 57
3.3 Grundvallarreglur EES-samningsins
Eina af grundvallarreglum EES-samningsins er að finna í 3. gr. en þar er
kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að sýna samstarfinu hollustu. Segir þar
að samningsaðilar skuli gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir
til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiða.
Þeir skuli varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum
samningsins verði náð. Og að þeir skuli ennfremur auðvelda samvinnu innan
ramma samningsins. Akvæðið á sér fyrirmynd í 5. gr. Rómarsáttmálans sem
skýrð hefur verið á þann veg að hún taki til allra þátta ríkisvaldsins, þ. á m.
dómstóla.47
Þá skal þess getið að EES og SED samningarnir bera áþreifanleg merki
þeirrar ríku áherslu sem samningsaðilar leggja á að einsleitni á Evrópska efna-
hagssvæðinu verði náð og viðhaldið.48 Einsleitni er ætlað að tryggja sömu
réttarstöðu einstaklinga á öllu efnahagssvæðinu.49 Að ógleymdri þeirri stað-
reynd að mörg ákvæði EES-samningsins eru efnislega samhljóða ákvæðum
Rómarsáttmálans ber að líta til þess sem segir í fjórða og fimmtánda lið
inngangsorða EES-samningsins, 1. gr., 6. gr., 105.-107. gr. hans og 3. gr. og 34.
gr. SED-samningsins svo dæmi séu tekin.
Samkvæmt fjórða lið inngangsorða EES-samningsins hafa samningsaðilar í
huga „það markmið að mynda öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði er
grundvallist á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum, tryggri
framkvæmd, meðal annars fyrir dómstólum, og jafnrétti, gagnkvæmni og
heildarjafnvægi hagsbóta, réttinda og skyldna samningsaðila“. Jafnframt stefna
samningsaðilar samkvæmt fimmtánda lið að því „með fullri virðingu fyrir sjálf-
stæði dómstólanna, að ná fram og halda sig við samræmda túlkun og beitingu
[samningsins] og þeirra ákvæða í löggjöf bandalagsins sem tekin eru efnislega
upp í [samninginn], svo og að koma sér saman um jafnræði gagnvart ein-
staklingum og aðilum í atvinnurekstri að því er varðar fjórþætta frelsið og
samkeppnisskilyrði“.
Efni 1. gr. EES-samningsins hefur áður verið getið en þar segir að markmið
hans sé að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla
47 Sjá t.d. mál 80/86 Kolpinghuis Nijmegen [1987] ECR 3969. Dæmt var, með vísan til 5. gr.
Rómarsáttmálans, að dómstólum aðildarríkjanna væri skylt að túlka réttarreglur landsréttar með
hliðsjón af orðalagi og tilgangi tilskipana. Almenna umfjöllun um 5. gr. Rómarsáttmálans má m.a.
finna hjá P.J.G. Kapteyn og P. Verloren van Themaat: Introduction to the law of the European
Communities (önnur útgáfa), bls. 86-91. Deventer, 1989. Þess er hér að geta að dómstólar í
aðildarríkjum EES-samningsins (EFTA-megin) eru ekki bundnir við dóma Evrópudómstólsins og
EFTA-dómstólsins með sama hætti.
48 Marise Cremona bendir á ýmislegt sem kann að standa því í vegi að einsleitni verði náð: „The
„Dynamic and Homogeneous" EEA: Byzantine Structures and Variable Geometry". (1994) 19
E.L.Rev., bls. 508-526.
49 Sjá Stefán Má Stefánsson: The EEA Agreement and its Adoption into Icelandic Law. IUSEF,
number 25. Centre for European Law. University of Oslo. Universitetsforlaget. Oslo 1997, (Stefán
Már Stefánsson) bls. 27-32.
141