Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 61
rétt á réttarreglu EB getur haldið fram rétti sínum fyrir dómstólum aðildar- rrkjanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Að auki gengur EB-réttur framar réttarreglum innanlandsréttar. Hafi einstaklingur orðið fyrir tjóni er krafa um skaðabætur hugsanlegt réttarúrræði. Það er athyglisvert fyrir umfjöllunina hér að úrræðið um skaðabætur getur átt við jafnvel þótt réttindi þess sem verður fyrir tjóni byggist á tilskipun sem ekki hefur verið tekin upp í landsrétt við- komandi aðildarríkis og hefur þar af leiðandi ekki bein lagaáhrif. Einstaklingur eða lögaðili innan Evrópska efnahagssvæðisins sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna samningsbrots aðildarrfkis hefur takmarkaða mögu- leika að EES-rétti til að leita réttar síns. Ef horft er framhjá hugsanlegum réttar- úrræðum að innanlandsrétti getur hann ýmist valið þá leið að bera fram kvörtun til ESA með það fyrir augum að stofnunin beiti tiltækum úrræðum til að knýja á um efndir samningsins56 eða reynt að ná árangri með beinum viðræðum við viðkomandi aðildarríki. Kvartanir einstaklinga á hendur samningsríkjum falla hins vegar utan lögsögu EFTA-dómstólsins.57 Þá getur einstaklingur höfðað mál fyrir dómstólum aðildarríkis og óskað eftir því að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit um túlkun EES-samningsins. Þótt hlutaðeigandi EFTA-ríki sé að þjóðarétti skuldbundið til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómum EFTA-dómstólsins, sbr. 33. gr. SED-samningsins, þá er dómstóll hvorki skyldugur til að leita ráðgefandi álits né bindur það hendur hans þótt eftir því sé leitað.58 Meginreglur EB-réttar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif geta ekki átt við að EES-rétti. Stafar þetta af því að í bókun 35 við EES-samninginn er skýrt kveðið á um þann sameiginlega skilning allra samningsaðila að samningurinn feli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi til stofnana EES. Að auki myndi viður- 56 Ef til málshöfðunar kemur gegn viðkomandi aðildarríki af hálfu ESA fyrir EFTA-dómstólnum samkvæmt 31. gr. SED-samningsins á einstaklingurinn ekki aðild að því máli. Sjá mál E-l/96 ESA gegn íslandi (mál fellt niður samkvæmt skipun forseta dómstólsins þann 31. október 1996) og dóm EFTA-dómstólsins 30. apnl 1998 í máli E-7/97 ESA gegn Noregi (enn ekki birt í skýrslum dóm- stólsins). 57 Samanber frávísun 15. júní 1994 í máli E-3/94 Fríedman og Fríedman gegn Austurríki (1994- 1995) REC 84. Einstaklingar og lögaðilar geta hins vegar samkvæmt 2. mgr. 36. gr. SED- samningsins vefengt ákvörðun ESA fyrir EFTA-dómstólnum, sbr. dóm 21. mars 1995 í máli E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn ESA (1994-1995) REC 59. 58 Davíð Þór Björgvinsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins“. (1995) TL, 2. hefti 1995, bls. 134-153. Sjá dóm Hæstaréttar 1. apríl 1998 í málinu Islenska ríkið og lyfjaverðsnefnd gegn Samtökum verslunarinnar - Félagi fslenskra stórkaupmanna. Sjá einnig Martin Johansson og Westman-Clément: „EFTA-domstolens yttranden". (1994) Svensk juristtidning, bls. 23-28, Per Steinar Bungun: „Norske domstolers rett til a stille prejudisielle spdrgsmál ved fortolkning af E0S- eller EU-rett“. (1995) Jussens venner, bls. 329-343 og Stephan L. Jervell: „Utformingen av spprsmálsskrift til EFTA-domstolen“. (1996) LoR, 7. hefti, bls. 435. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.