Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 64
Þá má einnig nefna það sjónarmið að viðurkenning á beinum rétti ein- staklinga til að krefjast skaðabóta stríði gegn hefðbundnum hugmyndum um eðli þjóðréttarsamninga. Ef litið er á EES-samninginn sem hefðbundinn þjóð- réttarsamning getur þetta atriði ráðið úrslitum við túlkun. í undanfarandi um- fjöllun hefur hins vegar veríð reynt að draga fram þau atriði er veita EES- samningnum sérstöðu og greina hann frá öðrum þjóðréttarsamningum. Ef fallist er á mikilvægi þessa er varla rétt við túlkun samningsins að leggja einungis hefðbundin sjónarmið um eðli þjóðréttarsamninga til grundvallar heldur verður við túlkun EES-samningsins að taka mið af sérstöðu hans, uppbyggingu og þeim grundvallarreglum sem samningurinn felur í sér. Hvað þetta sérstaka úr- lausnarefni varðar má það ekki gleymast að regla um skaðabótaskyldu fæli ekki í sér sambærilegt framsal fullveldisréttar og framsal aðildarríkja EB samkvæmt Rómarsáttmálanum. Að lokum er rétt að geta þess að innan EB-réttar hafa í dómaframkvæmd mótast ákveðnar reglur um skaðabótaábyrgð aðildarríkjanna, svo sem um skilyrði og umfang skaðabóta auk annarra atriða. Ef fallist yrði á það að regla um skaðabótaskyldu aðildarríkja EES-samningsins sé gildandi EES-réttur má telja líklegt að sjónarmið um einsleitni ráði því að reynt verði af fremsta megni að nálgast þessar reglur. Þeir dómar sem gengið hafa innan EB-réttar og eiga þátt í mótun hans að þessu leytinu til ættu því að hafa ríkt fordæmisgildi að EES-rétti. HEIMILDIR: Aall, Jprgen: „Diskrimineringsforbudet etter E0S-avtalens artikkel 4“. (1994) Tids- skrift for Rettsvitenskap, 5. tbl., bls. 1011-1027. Alþingistíðindi 1992, A-deild. Arnesen, Finn: „Om statens erstatningsansvar ved brudd pá E0S-avtalen“. (1997) Tidsskrift for Rettsvitenskap, 4. tbl., bls. 633-685. Axén, Mats: „Statens skadestándsansvar vid brott mot EG-ratten“. (1997) 82 Svensk juristtidning, 2. tbl., bls. 163-172. Baudenbacher, Carl: „The Contribution of the EFTA Court to the Homogenous Development of the Law in the European Economic Area (1)“. (1997) 8 European Business Law Review, bls. 239-248. „The Contribution of the EFTA Court to the Homogenous Development of the Law in the European Economic Area (2)“. (1997) 8 European Business Law Review, bls. 254-258. Bemitz, Ulf: „Europakonventionens införlivande med svensk ratt-en halvmesyr". (1994-1995) Juridisk Tidsskrift, 2. hefti, bls. 261-263. Bull, Henrik: „E0S-avtalen-litt um avtalens struktur og om prinsippene for gjennom- fpring i norsk rett“. (1992) Lov og Rett, bls. 599-601. „The EEA Agreement and Norwegian Law“. (1994) 5 European Business Law Review, bls. 291-296. 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.