Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 73
4.2 Aðild að öðru samstarfi
Af öðrum reglulegum samskiptum lagadeildar við lagaskóla í Evrópu má
nefna þátttöku í starfi ELA, European Association for Education and Policy og
ELFA, European Law Faculties Association, en hér er ekki tóm til að fjalla um
þau sérstaklega.
4.3 Kennsla fyrir erlenda stúdenta
Frá haustmisseri 1995 hefur lagadeild boðið upp á námskeið fyrir erlenda
stúdenta í Nordplus- og Erasmus-styrkjakerfunum. Námskeiðið svarar til eins
misseris náms og er fólgið í fjórum kennslugreinum. Þessar greinar eru evrópu-
réttur, hafréttur, refsiréttur og réttarsaga. Öll kennsla fer fram á ensku og sóttu
15 erlendir stúdentar námskeiðið á haustmisseri 1997.
4.4 Erlendir fyrirlesarar
Danski prófessorinn Claus Hagen-Jensen frá Árósaháskóla heimsótti laga-
deild í október 1997 og hélt tvo fyrirlestra á sviði stjómsýsluréttar. Er ætlunin
að auka slík samskipti til muna.
4.5 Danmerkurferð kennara lagadeildar
Dagana 20.-26. september 1997 var farin kynnisferð til Danmerkur og laga-
deildir háskólanna í Kaupmannahöfn og Árósum heimsóttar. Styrkir fengust til
fararinnar úr Sáttmálasjóði Háskóla Islands, Lagastofnun og sjóði Clöm Lach-
manns í Svíþjóð.
Þeir sem tóku þátt í ferðinni voru starfandi deildarforseti, Jónatan Þórmunds-
son prófessor, sem jafnframt hafði veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar,
ásamt Jónasi Þór Guðmundssyni kennslustjóra, sem einnig tók þátt í ferðinni,
prófessorarnir Davíð Þór Björgvinsson, Eiríkur Tómasson, Páll Sigurðsson,
Sigurður Líndal, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, ásamt Ragn-
heiði Bragadóttur dósent.
í ferðinni héldu þátttakendur m.a. málþing um málefni lagadeildar í nútíð og
framtíð. Þá var Hæstiréttur Danmerkur heimsóttur sem og Kaupmannahafnar-
háskóli og Árósaháskóli. Einnig var Vestre Landsret heimsóttur. Þótti ferð þessi
takast í alla staði með ágætum.
5. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA,
STARFSÁRIÐ 1996-1997
Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1997, var Þórir Skarphéðins-
son kjörinn formaður stjórnar félagsins. Aðrir í stjórn vom kjörin Rut Gunn-
arsdóttir varaformaður, Guðmundur J. Oddsson ritstjóri Úlfljóts, Elva Ósk S.
Wiium gjaldkeri, Kristinn Stefánsson alþjóðaritari, Unnur Brá Konráðsdóttir
skemmtanastjóri og Grétar Már Ólafsson funda- og menningarmálastjóri.
157