Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 74
6. ÝMISLEGT
1. Á deildarfundi 10. febrúar 1997 voru lögð fram drög að reglugerð fyrir
Hafréttarstofnun lagadeildar Háskóla íslands, ásamt greinargerð, sem Gunnar
G. Schram prófessor og Þorgeir Örlygsson prófessor, sömdu. Samþykkt var
ályktun um að sett skyldi á laggirnar í samvinnu við hagsmunaaðila í íslenskum
sjávarútvegi sérstök rannsóknarstofnun, sem bæri heitið Hafréttarstofnun Há-
skóla íslands.
2. Lagadeild og Hollvinafélagið vinna nú í samstarfi við Samband íslenskra
sveitarfélaga að því að setja á fót kennslu- og rannsóknarstöðu í sveitarstjórnar-
rétti.
3. Þá hefur Hollvinafélagið staðið fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki taki
tímarit „í fóstur“, þ.e. greiði af þeim áskriftargjöld. Eftirtalin ritverk hafa eign-
ast þessa „fósturforeldra“ sem lagadeild þakkar stuðninginn:
1. Oxford Journal of Legal Studies (Dögg Pálsdóttir, hrl.)
2. Juristen (Lagastoð ehf).
3. Nordisk Försákringstidskrift og The Tort Law Review (Sjóvá-Almenn-
ar Tryggingar h.f.).
4. Ugeskrift for retsvæsen (Lögmenn Skólavörðustíg 12)
5. Marine Policy (Lögmenn Jónas A. Aðalsteinsson hrl., Lilja Jónasdóttir
hdl. og Aðalsteinn E. Jónasson hdl.).
6. British Journal of Criminology, Delinquency and Deviant Social
Behaviour (Lögbót sf.).
7. EFTIRFARANDI KJÖRGREINAR VORU KENNDAR Á 4. HLUTA
LAGANÁMS Á ALMANAKSÁRINU 1997:
Vormisseri 1997
Auðkennaréttur
Evrópuréttur II
Félagaréttur II
Fasteignakauparéttur
Lögskýringar
Rekstrarhagfræði
Réttarheimspeki
Samanburðarlögfræði
Skuldaskilaréttur
Umhverfisréttur
Haustmisseri 1997
Alþjóðlegar mannréttindareglur
Alþjóðlegur einkamálaréttur
158