Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 32
Varanleg örorka að meðaltali árið 1995 10.98% Varanleg örorka að meðaltali árið 1996 10.51% Eins og rakið var hér að framan var meðaltalið í Danmörku 32% árið 1995 og 30% árið 1996. Hvað skýrir þennan gífurlega mun? Eru Islendingar svona miklu hraustari en Danir. Þola þeir svona miklu betur að slasast. Eru alvarlegu slysin ekki komin til örorkunefndar. Eða eru matsreglurnar hugsanlega öðruvísi á Islandi? Eitt stingur í augun þegar yfirlit örorkunefndar er skoðað. Ekki er að sjá að örorkunefnd hafi beitt þeirri skýringu á 5. grein skaðabótalaganna sem getið er um í greinargerð svo sem gert er í Danmörku. Lögskýringin kemur fram á bls. 32-33 í greinargerð með frumvarpinu og er lýst hér að framan á bls. 180-181, þ.e. ef einhver skerðing er á getu slasaðs til að afla sér vinnutekna er skerðingin metin 15%. Hvers vegna tekur nefndin ekki tillit til þessara skýringa frumvarps- höfundar og leiðbeininga hans um túlkun 5. greinar? Eitt er víst. Niðurstöður örorkunefndar um varanlega örorku slasaðs fólks væru mun nær hinum dönsku ef nefndin færi eftir þessum lögskýringargögnum við túlkun sína á 5. grein skaðabótalaga. 10. FRAMKVÆMD 10. GREINAR OG AFLEIÐINGAR HENNAR Fljótlega eftir að fyrstu álitsgerðir örorkunefndar litu dagsins Ijós tók Sam- band íslenskra tryggingafélaga þá ákvörðun að leita álits nefndarinnar í öllum málum. í ljósi þess sem rakið er hér að framan um skipan nefndarinnar og niðurstöður hennar er sú ákvörðun afar eðlileg. Afleiðingar af þessari ákvörðun hafa m.a. orðið þessar fyrir störf nefndarinnar: 1. Bið eftir álitsgerðum nefndarinnar er nú í maí 1998 um það bil eitt ár. Þetta er með öllu óviðunandi. 2. Fjölgað hefur verið í nefndinni og starfa nú í henni 6 læknar. Virðist nefndin sjálf velja þetta viðbótar fólk án tillits til þess hvort sérfræðikunnátta þeirra sé nauðsynleg í þeim málum sem það fæst við. 3. Nefndin starfar þannig að einn læknir skoðar hinn slasaða og vinnur álits- gerðina. Hún er svo afgreidd á fundi hans með tveimur öðrum nefndar- mönnum, lækni og lögfræðingi. Hvorugur þeirra skoðar hinn slasaða eða ræðir við hann eins og nefndarmenn hafa skýrt frá fyrir dómi. Niðurstaða örorkunefndar byggist því fyrst og fremst á læknisskoðun og hlutlægu og huglægu mati eins manns. 4. í reynd eru þannig margar örorkunefndir starfandi og erfitt að fínna sam- ræmi í niðurstöðum þeirra. 5. Athygli vekur að nefndin vísar mjög oft frá beiðni um álit á varanlegri örorku hins slasaða þótt báðir aðilar málsins óski eftir slíku áliti. Með þessu fer örorkunefnd út fyrir verksvið sitt skv. 10. grein skaðabótalaga. Það er aðila málsins og eftir atvikum dómstóla að ákveða hvort skaðabætur fyrir varanlega örorku slasaðs manns fara eftir 5. eða 8. grein skaðabótalaga. Af 200
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.